Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar 10. desember 2025 13:45 Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Íslensk tunga Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun