Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar 12. desember 2025 08:03 Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Áliðnaður Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar