Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 18:15 Gunnar lýsir hornhimnunni sem rúðugleri augans. Getty Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa. „Þetta er ein af þeim verstu sýningum sem hægt er að fá í auga eða hornhimnu, eins og við köllum það sem sýkingin leggst á. Ástæðan fyrir því að við vildum fara af stað með þessa vinnu er það að þetta er mjög sjaldgæf augnsýking sem að fer oft undir radar-inn þegar hún er fyrst að láta á sér kræla og er oft misgreind sem önnur vandamál,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir í Reykjavík síðdegis. Fyrst var fjallað um rannsóknina í Læknablaðinu en þar kemur fram að helstu einkennin séu roði í auða, aðskotahlutstilfinning, ljósfælni og miklir verkir. Níu einstaklingar voru greindir hér á landi með amöbusýkingu í hornhimnu frá 1996 til 2021. Þrátt fyrir að tíðnin sé lág tengjast um níutíu prósent þeirra notkun á snertilinsum. Gunnar hvetur þá sem nota linsur að stytta sér ekki leið í umhirðu snertilinsna. Til að mynda komi upp tilfelli þar sem fólk endurnýtir einnota linsur, sofi með þær eða fari með linsur í sund, gufu eða heitan pott. „Það er kannski dæmigert að linsuvökvinn sé búinn og þá grípi maður í kranavatnið, sem að við höldum og vitum að er ágætt hjá okkur. En þegar maður ætlar að blanda því við linsu sem maður setur síðan í auga þá geta þessar amöbur leynst í kranavatninu. Þeim líður ákaflega vel í volgu linsuboxi með linsu og enn betur þegar þær komast í auga,“ segir hann. „Hornhimnan er eins og rúðuglerið okkar og við viljum hafa rúðuglerið alveg kristaltært og fínt til þess að njóta útsýnis. Það sama er í auganu, þegar hornhimnan er upp á sitt allra besta þá er hún kristaltær og fín. En þegar það kemur sýking í hana, þá skilur sýkingin eftir sig bandvef eða örvefsmyndun og þá er hún orðin eins og rispað gler.“ Gunnar segir að um leið og áðurnefnd birtast eigi að leggja strax frá linsurnar og leita sér aðstoðar. Vísindi Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
„Þetta er ein af þeim verstu sýningum sem hægt er að fá í auga eða hornhimnu, eins og við köllum það sem sýkingin leggst á. Ástæðan fyrir því að við vildum fara af stað með þessa vinnu er það að þetta er mjög sjaldgæf augnsýking sem að fer oft undir radar-inn þegar hún er fyrst að láta á sér kræla og er oft misgreind sem önnur vandamál,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir í Reykjavík síðdegis. Fyrst var fjallað um rannsóknina í Læknablaðinu en þar kemur fram að helstu einkennin séu roði í auða, aðskotahlutstilfinning, ljósfælni og miklir verkir. Níu einstaklingar voru greindir hér á landi með amöbusýkingu í hornhimnu frá 1996 til 2021. Þrátt fyrir að tíðnin sé lág tengjast um níutíu prósent þeirra notkun á snertilinsum. Gunnar hvetur þá sem nota linsur að stytta sér ekki leið í umhirðu snertilinsna. Til að mynda komi upp tilfelli þar sem fólk endurnýtir einnota linsur, sofi með þær eða fari með linsur í sund, gufu eða heitan pott. „Það er kannski dæmigert að linsuvökvinn sé búinn og þá grípi maður í kranavatnið, sem að við höldum og vitum að er ágætt hjá okkur. En þegar maður ætlar að blanda því við linsu sem maður setur síðan í auga þá geta þessar amöbur leynst í kranavatninu. Þeim líður ákaflega vel í volgu linsuboxi með linsu og enn betur þegar þær komast í auga,“ segir hann. „Hornhimnan er eins og rúðuglerið okkar og við viljum hafa rúðuglerið alveg kristaltært og fínt til þess að njóta útsýnis. Það sama er í auganu, þegar hornhimnan er upp á sitt allra besta þá er hún kristaltær og fín. En þegar það kemur sýking í hana, þá skilur sýkingin eftir sig bandvef eða örvefsmyndun og þá er hún orðin eins og rispað gler.“ Gunnar segir að um leið og áðurnefnd birtast eigi að leggja strax frá linsurnar og leita sér aðstoðar.
Vísindi Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira