Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 15:15 Höfuðstöðvar bresku leyniþjónustunnar MI5 í London. Vísir/EPA Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk. Opinber skýrsla um njósnarann var birt á Bretlandi í dag. Hann var hátt settur leiðtogi Írska lýðveldishersins (IRA) og njósnaði um samtökin fyrir Breta á tímum vandræðanna svonefndu á Norður-Írlandi. Niðurstaða skýrslunnar er að breska leyniþjónustan Mi5 hafi haft ítarlegri upplýsingar um Steikarhnífinn og fyrr en áður var vitað. Stofnunin hafi í fyrra lagt fram ný gögn sem sýndu að útsendarar hennar hefðu farið með njósnara sinn í „frí“ út fyrir Norður-Írland þegar þeir vissu að hann væri eftirlýstur fyrir morðtilræði og fleiri glæpi. Njósnarinn er talinn hafa verið Freddie Scappaticci sem tengdist alræmdri innri öryggissveit lýðveldishersins. Hann á að hafa átt aðild í tugum morða, pyntingum og mannránum, að sögn AP-fréttastofunnar. Scappaticci lést árið 2023, þá 77 ára gamall. Hann var aldrei sóttur til saka fyrir ætlaða glæpi sína. Meira umhugað um njósnarann en fórnarlömbin Ken McCallum, forstjóri MI5, sagðist harma hversu seint upplýsingar um samkrull stofnunarinnar við njósnarann kæmu fram. Hafnaði hann því þó að skjölum hefði vísvitandi verið haldið leyndum. Gögnin leiddu í ljós að MI5 fékk á fjórða þúsund upplýsingaskýrslna frá Steikarhnífnum frá áttunda áratugnum og fram á þann tíunda. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að leyniþjónustunni hefði oft virðst hafa meiri áhyggjur af því að tryggja öryggi flugumanns síns en þeirra sem lýðveldisherinn drap eða særði. Bráðabirgðaniðurstaða sem var birt í fyrra var að leyniþjónustan hefði leyft morðum að eiga sér stað sem hún hefði getað og hefði átt að koma í veg fyrir. Þeir seku hefðu aldrei verið dregnir til ábyrgðar og fengið að halda áfram að brjóta af sér. Írski lýðveldisherinn var uppreisnarhreyfing írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi. Vopnaður armur hans framdi hryðjuverk á Norður-Írlandi, Írlandi og Bretlandi Bretland Írland Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Opinber skýrsla um njósnarann var birt á Bretlandi í dag. Hann var hátt settur leiðtogi Írska lýðveldishersins (IRA) og njósnaði um samtökin fyrir Breta á tímum vandræðanna svonefndu á Norður-Írlandi. Niðurstaða skýrslunnar er að breska leyniþjónustan Mi5 hafi haft ítarlegri upplýsingar um Steikarhnífinn og fyrr en áður var vitað. Stofnunin hafi í fyrra lagt fram ný gögn sem sýndu að útsendarar hennar hefðu farið með njósnara sinn í „frí“ út fyrir Norður-Írland þegar þeir vissu að hann væri eftirlýstur fyrir morðtilræði og fleiri glæpi. Njósnarinn er talinn hafa verið Freddie Scappaticci sem tengdist alræmdri innri öryggissveit lýðveldishersins. Hann á að hafa átt aðild í tugum morða, pyntingum og mannránum, að sögn AP-fréttastofunnar. Scappaticci lést árið 2023, þá 77 ára gamall. Hann var aldrei sóttur til saka fyrir ætlaða glæpi sína. Meira umhugað um njósnarann en fórnarlömbin Ken McCallum, forstjóri MI5, sagðist harma hversu seint upplýsingar um samkrull stofnunarinnar við njósnarann kæmu fram. Hafnaði hann því þó að skjölum hefði vísvitandi verið haldið leyndum. Gögnin leiddu í ljós að MI5 fékk á fjórða þúsund upplýsingaskýrslna frá Steikarhnífnum frá áttunda áratugnum og fram á þann tíunda. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að leyniþjónustunni hefði oft virðst hafa meiri áhyggjur af því að tryggja öryggi flugumanns síns en þeirra sem lýðveldisherinn drap eða særði. Bráðabirgðaniðurstaða sem var birt í fyrra var að leyniþjónustan hefði leyft morðum að eiga sér stað sem hún hefði getað og hefði átt að koma í veg fyrir. Þeir seku hefðu aldrei verið dregnir til ábyrgðar og fengið að halda áfram að brjóta af sér. Írski lýðveldisherinn var uppreisnarhreyfing írskra þjóðernissinna á Norður-Írlandi. Vopnaður armur hans framdi hryðjuverk á Norður-Írlandi, Írlandi og Bretlandi
Bretland Írland Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira