Handbolti

Topp­konur Ís­lands á HM í hand­bolta 2025

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. Getty/Alex Gottschalk/

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í 21. sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið endaði fjórum sætum á eftir Færeyjum þrátt fyrir að hafa unnið leik liðanna í lokin.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra tölfræðiþætti og hvaða leikmaður íslenska liðsins skaraði úr í þeim hluta leiksins. Þessar tölur koma úr opinberri tölfræði mótshaldara.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu, Elín Rósa Magnúsdóttir gaf flestar stoðsendingar og Sandra Erlingsdóttir átti þátt í flestum mörkum.

Dana Björg Guðmundsdóttir stal flestum boltum, Elín Rósa Magnúsdóttir fiskaði flest víti og Díana Dögg Magnúsdóttir fiskaði flesta brottrekstra.

Thea Imani Sturludóttir skoraði flest mörk með langskotum, Katrín Tinna Jensdóttir skoraði flest mörk af línu og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði flest mörk úr hornum. Sandra Erlingsdóttir skoraði flest úr vítum, Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði flest eftir gegnumbrot og Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði flest mörk úr hraðaupphlaupum.

Sandra Erlingsdóttir átti þátt í flestum mörkum íslenska liðsins á mótinu.Tom Weller/Getty Images
  • Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025:

    -
  • Flest mörk samanlagt:
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 26
  • Sandra Erlingsdóttir 24/17
  • Thea Imani Sturludóttir 21
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 18
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir 18
  • Dana Björg Guðmundsdóttir 17
  • Katrín Tinna Jensdóttir 15
  • -
  • Flest mörk með langskotum:
  • Thea Imani Sturludóttir 14
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 5
  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 2
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 2
  • -
  • Flest mörk úr hornum:
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir 16
  • Dana Björg Guðmundsdóttir 7
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2
  • -
  • Flest mörk eftir gegnumbrot:
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 15
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 13
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 8
  • -
  • Flest mörk af línu:
  • Katrín Tinna Jensdóttir 12
  • Elísa Elíasdóttir 7
  • Thea Imani Sturludóttir 3
  • -
  • Flest mörk úr hraðaupphlaupum:
  • Dana Björg Guðmundsdóttir 7
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 2
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2
  • -
  • Flestar stoðsendingar:
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 15
  • Sandra Erlingsdóttir 13
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 7
  • Thea Imani Sturludóttir 6
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 6
  • Hafdís Renötudóttir 4
  • -
  • Þáttur í flestum mörkum (mörk + stoðsendingar): 
  • Sandra Erlingsdóttir 37 (24+13)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 33 (26+7)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 33 (18+15)
  • Thea Imani Sturludóttir 27 (21+6)
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir 18 (18+0)
  • Dana Björg Guðmundsdóttir 18 (17+1)
  • Katrín Tinna Jensdóttir 18 (15+3)


Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði flest hraðaupphlaupsmörk Íslands á mótinu.Getty/Alex Gottschalk
  • Flestir stolnir boltar:
  • Dana Björg Guðmundsdóttir 5
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir 3
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 2
  • Elísa Elíasdóttir 2
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2
  • -
  • Flest fiskuð víti:
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 6
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 5
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 4
  • -
  • Flestir fiskaðir brottrekstrar:
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 5
  • Katrín Tinna Jensdóttir 4
  • Thea Imani Sturludóttir 3
  • -
  • Flestir brottekstrar:
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir 5
  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3
  • Katrín Tinna Jensdóttir 2
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 2
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2
  • -
  • Flestir tapaðir boltar:
  • Elín Rósa Magnúsdóttir 19
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 18
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 9
  • Thea Imani Sturludóttir 7
  • Sandra Erlingsdóttir 7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×