Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 11:52 Össur vill meðal annars meina að Svandísi skorti kjörþokka. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot
Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira