Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:35 Varamaður tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan. Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira