Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 8. desember 2025 12:00 Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Núna stefnir í að vörugjöld af mótorhjólum hækki upp í 40%. Það verður að öllum líkindum Evrópumet, ef af verður. Í öðrum löndum ESB og EES eru vörugjöld ökutækja ákvörðuð út frá nokkrum þáttum eins og CO2 losun, tollverði og rúmtaki vélar. Í stuttu máli þýðir þetta: Lítið, sparneytið og ódýrt ökutæki = lág vörugjöld Hér á landi fara vörugjöld bifreiða eftir fyrrgreindum atriðum, en vörugjöld af mótorhjólum gera það ekki. Mótorhjól bera öll sömu föstu 30% vörugjöldin. Enda eru minni mótorhjól eins og 50cc skellinöðrur og 125-300cc hjól nánast ekki til lengur, því þau bera sömu vörugjöld og stærri hjólin. Nánast alstaðar erlendis eru mótorhjól, og þá sérstaklega minni hjól, mikið notuð sem samgöngutæki. Þau taka lítið pláss í umferðinni, taka lítið pláss í stæði og menga lítið. Það er í raun óskiljanlegt að yfirvöld sjái ekki hagkvæmnina í því að fólk nýti sér þessi tæki til samgangna. Sérstaklega þegar svona mikil áhersla er lögð á umhverfisvænni samgöngur. Ef allt er tekið saman eins og slit á vegum, svifryk og slit á dekkjum að þá er það ljóst að mótorhjól koma mun betur út úr þeim samanburði við bíla. Hvort sem um er að ræða þunga rafbíla eða bensínbíla. Það er ekki mögulegt að nýskrá mótorhjól á Íslandi nema að þau uppfylli alltaf nýjustu Euro kröfur. Í dag er Euro 5+ kröfur í gildi, en það skiptir í raun engu máli því vörugjaldið er 30% sama hvort hjólið er nýtt Euro5+ eða hjól frá 1930. Þetta kerfi hefur ýtt framleiðendum í að þróa stöðugt betri og sparneytnari hjól, sem skilar sér ekki í betra verði hérlendis. Það er lítið úrval af rafmótorhjólum og enn minna um hleðslustöðvar uppi á hálendinu þannig að í raun er hægt að segja að enginn annar valkostur sé til fyrir þá sem ferðast um landið á mótorhjóli. Með þessum breytingum er því aðeins verið að útiloka fólk frá því að sinna sínum áhugamálum og að reyna að starfa innan greinarinnar. Því miður að þá virðist þetta vera pólitískt mál frekar en mál byggt á rökum. Núverandi stjórnvöld virðast ekki gera sér mikla grein fyrir því sem þau eru að gera. Að takmarka mótorhjóla innflutning getur varla talist til forgangsmála fyrir núverandi ríkisstjórn. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun