Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 16:35 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Sýn/arnar Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. „Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan: Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
„Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan:
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira