Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 12:44 Net internet netöryggi tölva Getty Töluverður fjöldi rekstraraðila svokallaðra „krítískra innviða“ uppfyllir ekki lágmarkskröfur netöryggislaga, samkvæmt nýju mati Fjarskiptastofu á stofnunum og fyrirtækjum. Stofnunin hefur skilað inn greinargerð til innviðaráðuneytisins um úrbætur. Þetta eru niðurstöður svokallaðs sjálfsmats rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu. Matið var unnið á grundvelli netöryggislaga sem tóku gildi á Íslandi í september 2020 eftir að NIS-Evróputilskipunin um netöryggi var innleidd. Lögin ná yfir 68 tilnefnda rekstraraðila mikilvægrar þjónustu. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem teljast „krítískir innviðir“, svo sem fjarskipti, orka, samgöngur, heilbrigðisþjónusta o.fl. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu í samtali við Vísi að sjálfsmatið veiti stjórnvöldum í fyrsta sinn mælanlega og samanburðarhæfa yfirsýn yfir alla helstu netinnviði landsins. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.FST „Við erum fimm árum eftir gildistöku laganna og þetta er staðan: Talsverður hluti þessara rekstraraðila er ekki að ná þeim viðmiðum sem Fjarskiptastofa setur,“ segir Unnur Kristín. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða rekstraraðilar standi sig ekki í stykkinu, eða hvers vegna, þar sem það geti beinlínis ógnað innviðum og þjóðaröryggi. Þjónusta gjarnan sótt til þriðju aðila Unnur segir að stofnunin hafi aftur á móti skilað ítarlegum niðurstöðuskýrslum til allra eftirlitsstjórnvalda og niðurstöðubréfum til rekstraraðila. Eftirlitsstjórnvöldin eru, auk Fjarskiptastofu, Embætti landlæknis, Seðlabanki, Samgöngustofa og Umhverfis- og orkustofnun, og sinnir hver stofnun sínu sviði. Unnur bendir á að netárásir hafi á undanförnum árum færst í aukana og orðið flóknari. Stafræn þjónusta og kerfi verða sífellt flóknari, einkum þar sem einn rekstraraðili noti gjarnan þjónustu frá þriðju aðilum. „Þannig að bæði þjónustan og samsetningin á henni er að aukast með fleiri fyrirtækjum eða þjónustuaðilum, sem eykur kannski árásarflöt.“ Mikið verkefni að uppfylla kröfurnar Lögin sem um ræðir gera kröfu um að innleiða þurfi svokallaða áhættustýringu fyrir netöryggi, sem er umtalsvert verkefni. „Í því felst að þú þarft að tilgreina allar þínar mikilvægu eignir og þú þarft að áhættumeta þau með formlegum og reglubundnum hætti. Þú þarft að velja þér mismunandi öryggisráðstafanir fyrir allar þær áhættur sem steðja að þínum rekstri og innleiða þær og hafa virkt utanumhald um þær,“ útskýrir Unnur og heldur svo upptalningunni áfram: „Þú þarft að hafa ákveðið agaferli ef eitthvað kemur upp. Þarna er líka inni áhættumat á þínum þjónustuaðilum og birgjum og allt öryggi birgjakeðjunnar í rauninni. Þarna eru líka bara kerfislægar stýringar eins og aðgangsheimildir inn í kerfin, afgreining og aðskilnaður á milli kerfa, eldveggir og annað slíkt, allar þessar tæknilegu ráðstafanir.“ Þá þurfi samkvæmt þessu einnig að innleiða svokallaða breytingastjórnun svo yfirsýn sé á því hvenær stýrikerfi er t.d. uppfært. „Stjórnarráðið, margar opinberar stofnanir, lykilaðilar eins og Auðkenni eða Stafrænt Ísland og annað slíkt. Þetta eru aðilar sem eru ekki í þessum hópi,“ segir Unnur. Það muni þó líklega breytast ef ný NIS-Evróputilskipun, sem ber það einfalda NIS2, verði innleidd á Íslandi. Netöryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður svokallaðs sjálfsmats rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu. Matið var unnið á grundvelli netöryggislaga sem tóku gildi á Íslandi í september 2020 eftir að NIS-Evróputilskipunin um netöryggi var innleidd. Lögin ná yfir 68 tilnefnda rekstraraðila mikilvægrar þjónustu. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem teljast „krítískir innviðir“, svo sem fjarskipti, orka, samgöngur, heilbrigðisþjónusta o.fl. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu í samtali við Vísi að sjálfsmatið veiti stjórnvöldum í fyrsta sinn mælanlega og samanburðarhæfa yfirsýn yfir alla helstu netinnviði landsins. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.FST „Við erum fimm árum eftir gildistöku laganna og þetta er staðan: Talsverður hluti þessara rekstraraðila er ekki að ná þeim viðmiðum sem Fjarskiptastofa setur,“ segir Unnur Kristín. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða rekstraraðilar standi sig ekki í stykkinu, eða hvers vegna, þar sem það geti beinlínis ógnað innviðum og þjóðaröryggi. Þjónusta gjarnan sótt til þriðju aðila Unnur segir að stofnunin hafi aftur á móti skilað ítarlegum niðurstöðuskýrslum til allra eftirlitsstjórnvalda og niðurstöðubréfum til rekstraraðila. Eftirlitsstjórnvöldin eru, auk Fjarskiptastofu, Embætti landlæknis, Seðlabanki, Samgöngustofa og Umhverfis- og orkustofnun, og sinnir hver stofnun sínu sviði. Unnur bendir á að netárásir hafi á undanförnum árum færst í aukana og orðið flóknari. Stafræn þjónusta og kerfi verða sífellt flóknari, einkum þar sem einn rekstraraðili noti gjarnan þjónustu frá þriðju aðilum. „Þannig að bæði þjónustan og samsetningin á henni er að aukast með fleiri fyrirtækjum eða þjónustuaðilum, sem eykur kannski árásarflöt.“ Mikið verkefni að uppfylla kröfurnar Lögin sem um ræðir gera kröfu um að innleiða þurfi svokallaða áhættustýringu fyrir netöryggi, sem er umtalsvert verkefni. „Í því felst að þú þarft að tilgreina allar þínar mikilvægu eignir og þú þarft að áhættumeta þau með formlegum og reglubundnum hætti. Þú þarft að velja þér mismunandi öryggisráðstafanir fyrir allar þær áhættur sem steðja að þínum rekstri og innleiða þær og hafa virkt utanumhald um þær,“ útskýrir Unnur og heldur svo upptalningunni áfram: „Þú þarft að hafa ákveðið agaferli ef eitthvað kemur upp. Þarna er líka inni áhættumat á þínum þjónustuaðilum og birgjum og allt öryggi birgjakeðjunnar í rauninni. Þarna eru líka bara kerfislægar stýringar eins og aðgangsheimildir inn í kerfin, afgreining og aðskilnaður á milli kerfa, eldveggir og annað slíkt, allar þessar tæknilegu ráðstafanir.“ Þá þurfi samkvæmt þessu einnig að innleiða svokallaða breytingastjórnun svo yfirsýn sé á því hvenær stýrikerfi er t.d. uppfært. „Stjórnarráðið, margar opinberar stofnanir, lykilaðilar eins og Auðkenni eða Stafrænt Ísland og annað slíkt. Þetta eru aðilar sem eru ekki í þessum hópi,“ segir Unnur. Það muni þó líklega breytast ef ný NIS-Evróputilskipun, sem ber það einfalda NIS2, verði innleidd á Íslandi.
Netöryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira