Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 14:54 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega. Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira