Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2025 11:33 Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Málefni fatlaðs fólks Kynbundið ofbeldi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar