Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 10:31 „Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar