Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 19:00 Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir gríðarlega aukningu á haldlagningu á fíkniefnum tengjast fjölgun brotahópa á landinu. Vísir Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira