Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 22:37 Brian Cole yngri var handtekinn í Virginíu í dag. Hann ku vera þrjátíu ára gamall. AP/Steve Helber Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Hvorug sprengjan sprakk en þennan dag ruddust stuðningsmenn Donalds Trump inn í þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Maðurinn sást á upptökum úr öryggismyndavélum en hann var ekki þekkjanlegur á þeim myndum og hefur leitin að honum undanfarin ár ekki gengið vel. Hún hefur sömuleiðis getið af sér ýmsar samsæriskenningar, eins og það að maðurinn hafi í raun og veru verið útsendari djúpríkisins svokallaða og komið fyrir óvirkum sprengjum til að sverta ímynd Trumps og stuðningsmanna hans. Einn þeirra sem haldið hefur þessari kenningu á lofti er Dan Bongino, hægri sinnaður hljóðvarpsmaður sem er nú næstráðandi hjá FBI. Dan Bongino, næstráðandi hjá FBI, var áður hlaðvarpsstjórnandi þar sem hann hélt því fram að sprengjumaðurinn væri útsendari djúpríkisins og starfsmaður FBI.AP/Alex Brandon Fundu nýja vísbendingu í eldri gögnum Leitin að manninum hefur tekið nokkra kippi í gegnum árin. Myndir af manninum hafa verið endurbirtar af og til og hafa rannsakendur rætt við hundruð manna vegna rannsóknarinnar. Samkvæmt frétt New York Times beindu rannsakendur spjótum sínum að allt að tíu aðilum á fyrstu tveimur árum rannsóknarinnar. Rannsakendur reyndu að finna vísbendingar í símagögnum, reyndu að finna fólk sem hafði keypt hluti sem gætu hafa verið notaðir í sprengjurnar og kröfðu átján fyrirtæki sem selja strigaskó eins og maðurinn var í upplýsinga um kaupendur. Tiltölulega nýlega munu rannsakendur hafa ákveðið að rýna enn einu sinni í gögnin sem búið var að afla og eru þeir sagðir hafa rambað á nýja vísbendingu. Hún leiddi til handtöku Coles í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Kash Patel, yfirmaður FBI, að þegar gerð væri árás á höfuðborg Bandaríkjanna og lýðræðislegar stofnanir, væri í raun verið að gera árás á gildi Bandaríkjanna. Slíkt væri ólíðanlegt. Náðaði nærri því 1.600 manns sem réðust á þinghúsið Skömmu eftir að hann tók aftur við embætti forseta í upphafi þessa árs náðaði Trump alla þá sem höfðu verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Þeirra á meðal voru menn sem voru dæmdir fyrir að ráðast á lögregluþjóna og fjölmargir sem játuðu. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Náðunarskipun Trumps var mjög umfangsmikil og sneri í raun að öllum þeim sem hafa verið dæmdir fyrir eða sakaðir um glæpi sem sneru með nokkrum hætti að árásinni á þinghúsið eða voru framdir nærri þinghúsinu. Mögulegt þykir að verjendur mannsins sem var handtekinn í dag geti reynt að nota þá náðun við varnir mannsins með því að halda því fram að hún nái yfir þá glæpi sem hann er sakaður um. Uppfært: Leitin að sprengjumanninum hefur staðið yfir í tæp fimm ár, ekki sex eins og stóð fyrst í fréttinni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Sjá meira
Hvorug sprengjan sprakk en þennan dag ruddust stuðningsmenn Donalds Trump inn í þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Maðurinn sást á upptökum úr öryggismyndavélum en hann var ekki þekkjanlegur á þeim myndum og hefur leitin að honum undanfarin ár ekki gengið vel. Hún hefur sömuleiðis getið af sér ýmsar samsæriskenningar, eins og það að maðurinn hafi í raun og veru verið útsendari djúpríkisins svokallaða og komið fyrir óvirkum sprengjum til að sverta ímynd Trumps og stuðningsmanna hans. Einn þeirra sem haldið hefur þessari kenningu á lofti er Dan Bongino, hægri sinnaður hljóðvarpsmaður sem er nú næstráðandi hjá FBI. Dan Bongino, næstráðandi hjá FBI, var áður hlaðvarpsstjórnandi þar sem hann hélt því fram að sprengjumaðurinn væri útsendari djúpríkisins og starfsmaður FBI.AP/Alex Brandon Fundu nýja vísbendingu í eldri gögnum Leitin að manninum hefur tekið nokkra kippi í gegnum árin. Myndir af manninum hafa verið endurbirtar af og til og hafa rannsakendur rætt við hundruð manna vegna rannsóknarinnar. Samkvæmt frétt New York Times beindu rannsakendur spjótum sínum að allt að tíu aðilum á fyrstu tveimur árum rannsóknarinnar. Rannsakendur reyndu að finna vísbendingar í símagögnum, reyndu að finna fólk sem hafði keypt hluti sem gætu hafa verið notaðir í sprengjurnar og kröfðu átján fyrirtæki sem selja strigaskó eins og maðurinn var í upplýsinga um kaupendur. Tiltölulega nýlega munu rannsakendur hafa ákveðið að rýna enn einu sinni í gögnin sem búið var að afla og eru þeir sagðir hafa rambað á nýja vísbendingu. Hún leiddi til handtöku Coles í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Kash Patel, yfirmaður FBI, að þegar gerð væri árás á höfuðborg Bandaríkjanna og lýðræðislegar stofnanir, væri í raun verið að gera árás á gildi Bandaríkjanna. Slíkt væri ólíðanlegt. Náðaði nærri því 1.600 manns sem réðust á þinghúsið Skömmu eftir að hann tók aftur við embætti forseta í upphafi þessa árs náðaði Trump alla þá sem höfðu verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Þeirra á meðal voru menn sem voru dæmdir fyrir að ráðast á lögregluþjóna og fjölmargir sem játuðu. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Náðunarskipun Trumps var mjög umfangsmikil og sneri í raun að öllum þeim sem hafa verið dæmdir fyrir eða sakaðir um glæpi sem sneru með nokkrum hætti að árásinni á þinghúsið eða voru framdir nærri þinghúsinu. Mögulegt þykir að verjendur mannsins sem var handtekinn í dag geti reynt að nota þá náðun við varnir mannsins með því að halda því fram að hún nái yfir þá glæpi sem hann er sakaður um. Uppfært: Leitin að sprengjumanninum hefur staðið yfir í tæp fimm ár, ekki sex eins og stóð fyrst í fréttinni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Sjá meira