Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 21:32 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta. Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17