Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar 5. desember 2025 07:46 Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Uppáhaldsbókstafurinn Fastir pennar Ferðin ævilanga Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Röð „tilviljana“? Sigurður Pétursson Skoðun Sabína-rökvillan Hannes Hólmsteinn Gissurarson Fastir pennar Heillaskref Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson Skoðun Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar