Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2025 07:03 Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fram kom á fréttavef Ríkisútvarpsins í vikunni að Evrópusambandið hefði kynnt áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning við Úkraínu næstu tvö árin sem annað hvort yrði fjármagnað með lántökum eða frystum eignum rússneska seðlabankans í ríkjum sambandsins. Hins vegar liggur fyrir á sama tíma að ríki Evrópusambandsins hafa greitt meira fyrir jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi frá innrás rússneska hersins í landið í lok febrúar 2022 en í fjárstyrk til Úkraínumanna á sama tíma. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vakti athygli á þessu nýverið. Ríki Evrópusambandsins hefðu þannig greitt yfir 200 milljarða evra til Rússlands á sama tíma og fjárstuðningur þeirra við Úkraínu hefði numið 187 milljörðum. Væri allt sem ríkin hefðu keypt frá Rússlandi talið með hefðu 311 milljarðar evra skilað sér þangað. Í frétt Euronews segir að væri annar stuðningur þeirra við Úkraínu tekinn með, þar með talin ógreidd loforð, næði hann ekki þeirri upphæð. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins eru enn að kaupa verulegt magn af einkum gasi frá Rússlandi sem refsiaðgerðir sambandsins ná ekki til þó verulega hafi dregið úr í þeim efnum. Er gert ráð fyrir því að ríkin muni ekki hætta þeim viðskiptum endanlega fyrr en 2027. Upphaflega var miðað við 2028 en það var endurskoðað vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Hvort það stenzt á eftir að koma í ljós. Aðeins í október síðastliðnum greiddu ríkin hátt í milljarð evra til Rússlands. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með þessu og háum greiðslum til Rússlands fyrir jarðefnaeldsneyti árum og áratugum saman fyrir innrásina haf ríki þess í raun fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernað þeirra gegn Úkraínu. Þau ríki sambandsins sem kaupa mest af jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi eru Belgía, Frakkland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland. Þá eru ríki þess enn stærstu kaupendur rússnesks gass í fljótandi formi. Með vítaverðu dómgreindarleysi sínu tókst forystumönnum Evrópusambandsins að setja efnahagsmál og orkuöryggi þess í fullkomið uppnám sem leiddi meðal annars til stóraukinnar verðbólgu sem síðar skilaði sér meðal annars hingað til lands í gegnum hærri framleiðslukostnað á meginlandinu og þar með hærri kostnað við innfluttar vörur þaðan. Fyrir utan annað er þetta fólkið sem Evrópusambandssinnar telja treystandi fyrir stjórn Íslands með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar