Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar 4. desember 2025 10:17 Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun