Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2025 14:32 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir ótækt að breytingar séu ekki kynntar með betri fyrirvara. Vísir/Vilhelm Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt. Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn.
Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira