Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. desember 2025 07:01 Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar 50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar