Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 10:47 Mark Rutte, Marco Rubio og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal viðstaddra þegar utanríkisráðherrar NATO hittust síðast í Brussel í apríl. NATO Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“ NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“
NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira