Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 4. desember 2025 08:03 Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun