„Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2025 19:21 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Christina Pahnke - sampics/Getty Images „Það var ýmislegt sem gekk ekki upp í dag,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir níu marka tap liðsins gegn Svartfjallalandi á HM í dag. „Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira
„Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira