„Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2025 19:21 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Christina Pahnke - sampics/Getty Images „Það var ýmislegt sem gekk ekki upp í dag,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir níu marka tap liðsins gegn Svartfjallalandi á HM í dag. „Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira