Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Árni Jóhannsson skrifar 2. desember 2025 21:00 Keishana Washington var frábær í kvöld vísir / Vilhelm Valur og Keflavík áttust við í toppslag í 10. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn olli engum vonbrigðum og var kaflaskiptur og ótrúlega spennandi í lokin. Keflavík innbyrti sigurinn í lokin 92-95. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru heimakonur í Val sem byrjuðu betur. Þær settu Keflvíkinga í erfiðar aðstæður með góðum varnarleik og Keflvíkingar hittu bölvanlega utan af velli til að byrja með. Valskonur náðu í körfur í kjölfar stoppa og komust mest í 11 stiga forystu 22-11. Keflvíkingar náðu vopnum sínum þó og minnkuðu muninn niður í sjö stig þegar fyrsta leikhluta var lokið. Staðan 29-22 að honum loknum. Alyssa Cerinovísir / Vilhelm Keflvíkingar komu út úr leikhlutaskiptunum á miklum hraða. Þær skoruðu fyrstu sjö stig leikhlutans, þurrkuðu út góða byrjun Valskvenna og jöfnuðu metin í 29-29. Leikurinn varð mjög spennandi en Keflavík var örlítið betra liðið á vellinum án þess að slíta sig frá Valskonum sem gerðu vel á réttum augnablikum þegar þær lentu undir. Stoppuðu Keflavík og skoruðu þannig að munurinn var viðráðanlegur. Þær áttu svo betri lokamínútu en Keflavík og komust yfir með síðasta skoti leikhlutans en staðan í hálfleik var 47-45 fyrir heimakonur. Bríet og Hanna Gróa í baráttunnivísir / Vilhelm Góði andinn sem virtist svífa yfir vötnum hjá Val gufaði upp í búningsherberginu að því er virðist. Einbeiting heimakvenna var agalega og rak hver tapaði boltinn annan og slæmar ákvarðanir á báðum endum vallarins teknar með reglulegu millibili. Keflavík þakkaði kærlega fyrir sig, vann þriðja leikhlutann með 17 stigum og leiddu því með 15 stigum fyrir loka átökin 62-77. Agnes María gnæfir yfir Þórönnu.vísir / Vilhelm Gestirnir úr Bítlabænum héldu upp ákveðnum gæðum framan af fjórða leikhluta sem blaðamaður hélt jafnvel að yrði formsatriði að klára. Annað kom á daginn. Valskonur náðu upp eðlilegum gæðum í varnarleik sínum og fóru að skora körfur eftir stopp. Alyssa Cerino leiddi sínar konur áfram og Reshawna Stone lagði sín lóð á vogarskálarnar. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum leiddi Keflavík með níu stigum 80-89 en þá fóru mörg stór skot ofan í fyrir Valskonur. Ísey Frost setti niður þrist til að minnka muninn í tvö stig, 89-91. Eftir að Keflavík hafði komið muninum í fjögur stig af vítalínunni henti Alyssa þrist niður til að minnka muninn í 92-93 en Thelma Dís Ágústsdóttir setti niður tvö víti niður til að auka muninn upp í þrjú stig og langskot Alyssu geigaði og Keflavík fagnaði stórum sigri. Sara Rún gerði vel í kvöldvísir / Vilhelm Atvik leiksins Lokamínútan var atvik leiksins. Alyssa Cerino og Reshawna Stone reyndu hvað þær gátu til að draga Keflvíkinga nær sér en Keishana Washington og Thelma Dís sáu til þess að Keflavík fagnaði í sigrinum. Stjörnur og skúrkar Alyssa skoraði 34 stig og Reshawna 25 stig fyrir Val og fengu þær gott framlag frá Þórönnu Kika Hodges-Carr sem setti niður 13 stig gegn sínum gömlu félögum. Keishana Washington skoraði 30 stig fyrir Keflavík og framlag Agnesar Maríu Svansdóttur af bekknum verður seint metið til fulls. 12 stig á 15 mínútum en hún klikkaði bara á einu skoti. Reshawna Stone reyndi eins og hún gat til að vinna leikinn.vísir / Vilhelm Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur lét sig hverfa áður en hann kom í viðtal og það er ekki nógu gott. Hann veit til hvers er ætlast af honum en mögulega er góð ástæða fyrir því að hann var að flýta sér. Umgjörð og stemmning Maður hefði viljað sjá fleiri í stúkunni en allir sem mættu létu vel í sér heyra. Dómararnir Maður tók lítið eftir þeim. Er það ekki merki um að þeir stóðu sína plikt með ágætum? Ég held það nú. Jamil: Þjálfari Vals þungur á brún.vísir / Vilhelm Jamil Abiad þjálfari Vals gat tekið ýmislegt jákvætt úr leiknum í kvöld. Hann var samt spurður fyrst að því hvað hafi gerst í þriðja leikhluta. „Við komum út úr hálfleik með engan kraft, engan ákafa og varnarleikur okkar var hvergi sjáanlegur. Ég held að við áttum góðar mínútur í lok fyrri hálfleiks en fengum á okkur 32 stig í þriðja leikhluta. Það er ekki okkar leikur og það er ekki einkenni okkar. Þegar við náðum upp ákafanum í fjórða leikhluta þá gerðum við þetta að leik en það var ekki í þriðja leikhluta þar sem við töpuðum leiknum.“ Runnu Valskonur út á tíma? „Ég myndi ekki segja það. Við hefðum bara þurftu fleiri stopp í viðbót. Við verðum að fara aftur í það sem hefur haldið okkur inn í leikjum og komið okkur í þá stöðu sem við erum í í deildinni. Góður varnarleikur hefur skilað okkur mörgum sigrum í vetur og þegar við erum ekki að spila góðan varnarleik þá erum við ekki gott lið. Það er það sem ég er að predika á hverri æfingu.“ Valskonur virtust skorta einbeitingu í þriðja leikhluta og var Jamil spurður að því hvort hann ætti skýringu á því. „Keflavík komu bara orkumeiri út í seinni hálfleikinn og við náðum ekki að jafna þá orku. Það tók okkur smá tíma að verða hreyfanlegar. Við verðum að muna að leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Við vorum ekki með hausinn rétt skrúfaðan og við ræddum það.“ „Við þurfum að læra af þessu, við erum ekki að vinna titilinn í dag. Maður getur alltaf lært af töpunum og við verðum að sjá til þess að við verðum betri því það er Njarðvík næst og það er topp lið líka. Við verðum að læra af mistökum okkar og sjá til þess að við gerum það vel sem við gerum vel.“ Er eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik? „Sjálfsagt. Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í fjórða leikhluta þar sem við skoruðu 30 stig. Við áttum mjög góðar mínútur í öðrum leikhluta þar sem við stoppuðum þær í mörg skipti. Við tökum það sem er jákvætt, skoðum myndbandið og höldum áfram.“ Bónus-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valur og Keflavík áttust við í toppslag í 10. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn olli engum vonbrigðum og var kaflaskiptur og ótrúlega spennandi í lokin. Keflavík innbyrti sigurinn í lokin 92-95. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru heimakonur í Val sem byrjuðu betur. Þær settu Keflvíkinga í erfiðar aðstæður með góðum varnarleik og Keflvíkingar hittu bölvanlega utan af velli til að byrja með. Valskonur náðu í körfur í kjölfar stoppa og komust mest í 11 stiga forystu 22-11. Keflvíkingar náðu vopnum sínum þó og minnkuðu muninn niður í sjö stig þegar fyrsta leikhluta var lokið. Staðan 29-22 að honum loknum. Alyssa Cerinovísir / Vilhelm Keflvíkingar komu út úr leikhlutaskiptunum á miklum hraða. Þær skoruðu fyrstu sjö stig leikhlutans, þurrkuðu út góða byrjun Valskvenna og jöfnuðu metin í 29-29. Leikurinn varð mjög spennandi en Keflavík var örlítið betra liðið á vellinum án þess að slíta sig frá Valskonum sem gerðu vel á réttum augnablikum þegar þær lentu undir. Stoppuðu Keflavík og skoruðu þannig að munurinn var viðráðanlegur. Þær áttu svo betri lokamínútu en Keflavík og komust yfir með síðasta skoti leikhlutans en staðan í hálfleik var 47-45 fyrir heimakonur. Bríet og Hanna Gróa í baráttunnivísir / Vilhelm Góði andinn sem virtist svífa yfir vötnum hjá Val gufaði upp í búningsherberginu að því er virðist. Einbeiting heimakvenna var agalega og rak hver tapaði boltinn annan og slæmar ákvarðanir á báðum endum vallarins teknar með reglulegu millibili. Keflavík þakkaði kærlega fyrir sig, vann þriðja leikhlutann með 17 stigum og leiddu því með 15 stigum fyrir loka átökin 62-77. Agnes María gnæfir yfir Þórönnu.vísir / Vilhelm Gestirnir úr Bítlabænum héldu upp ákveðnum gæðum framan af fjórða leikhluta sem blaðamaður hélt jafnvel að yrði formsatriði að klára. Annað kom á daginn. Valskonur náðu upp eðlilegum gæðum í varnarleik sínum og fóru að skora körfur eftir stopp. Alyssa Cerino leiddi sínar konur áfram og Reshawna Stone lagði sín lóð á vogarskálarnar. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum leiddi Keflavík með níu stigum 80-89 en þá fóru mörg stór skot ofan í fyrir Valskonur. Ísey Frost setti niður þrist til að minnka muninn í tvö stig, 89-91. Eftir að Keflavík hafði komið muninum í fjögur stig af vítalínunni henti Alyssa þrist niður til að minnka muninn í 92-93 en Thelma Dís Ágústsdóttir setti niður tvö víti niður til að auka muninn upp í þrjú stig og langskot Alyssu geigaði og Keflavík fagnaði stórum sigri. Sara Rún gerði vel í kvöldvísir / Vilhelm Atvik leiksins Lokamínútan var atvik leiksins. Alyssa Cerino og Reshawna Stone reyndu hvað þær gátu til að draga Keflvíkinga nær sér en Keishana Washington og Thelma Dís sáu til þess að Keflavík fagnaði í sigrinum. Stjörnur og skúrkar Alyssa skoraði 34 stig og Reshawna 25 stig fyrir Val og fengu þær gott framlag frá Þórönnu Kika Hodges-Carr sem setti niður 13 stig gegn sínum gömlu félögum. Keishana Washington skoraði 30 stig fyrir Keflavík og framlag Agnesar Maríu Svansdóttur af bekknum verður seint metið til fulls. 12 stig á 15 mínútum en hún klikkaði bara á einu skoti. Reshawna Stone reyndi eins og hún gat til að vinna leikinn.vísir / Vilhelm Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur lét sig hverfa áður en hann kom í viðtal og það er ekki nógu gott. Hann veit til hvers er ætlast af honum en mögulega er góð ástæða fyrir því að hann var að flýta sér. Umgjörð og stemmning Maður hefði viljað sjá fleiri í stúkunni en allir sem mættu létu vel í sér heyra. Dómararnir Maður tók lítið eftir þeim. Er það ekki merki um að þeir stóðu sína plikt með ágætum? Ég held það nú. Jamil: Þjálfari Vals þungur á brún.vísir / Vilhelm Jamil Abiad þjálfari Vals gat tekið ýmislegt jákvætt úr leiknum í kvöld. Hann var samt spurður fyrst að því hvað hafi gerst í þriðja leikhluta. „Við komum út úr hálfleik með engan kraft, engan ákafa og varnarleikur okkar var hvergi sjáanlegur. Ég held að við áttum góðar mínútur í lok fyrri hálfleiks en fengum á okkur 32 stig í þriðja leikhluta. Það er ekki okkar leikur og það er ekki einkenni okkar. Þegar við náðum upp ákafanum í fjórða leikhluta þá gerðum við þetta að leik en það var ekki í þriðja leikhluta þar sem við töpuðum leiknum.“ Runnu Valskonur út á tíma? „Ég myndi ekki segja það. Við hefðum bara þurftu fleiri stopp í viðbót. Við verðum að fara aftur í það sem hefur haldið okkur inn í leikjum og komið okkur í þá stöðu sem við erum í í deildinni. Góður varnarleikur hefur skilað okkur mörgum sigrum í vetur og þegar við erum ekki að spila góðan varnarleik þá erum við ekki gott lið. Það er það sem ég er að predika á hverri æfingu.“ Valskonur virtust skorta einbeitingu í þriðja leikhluta og var Jamil spurður að því hvort hann ætti skýringu á því. „Keflavík komu bara orkumeiri út í seinni hálfleikinn og við náðum ekki að jafna þá orku. Það tók okkur smá tíma að verða hreyfanlegar. Við verðum að muna að leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Við vorum ekki með hausinn rétt skrúfaðan og við ræddum það.“ „Við þurfum að læra af þessu, við erum ekki að vinna titilinn í dag. Maður getur alltaf lært af töpunum og við verðum að sjá til þess að við verðum betri því það er Njarðvík næst og það er topp lið líka. Við verðum að læra af mistökum okkar og sjá til þess að við gerum það vel sem við gerum vel.“ Er eitthvað jákvætt hægt að taka út úr þessum leik? „Sjálfsagt. Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í fjórða leikhluta þar sem við skoruðu 30 stig. Við áttum mjög góðar mínútur í öðrum leikhluta þar sem við stoppuðum þær í mörg skipti. Við tökum það sem er jákvætt, skoðum myndbandið og höldum áfram.“