Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir og Sigurður Hannesson skrifa 2. desember 2025 14:02 Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Sigurður Hannesson Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun