Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2025 19:04 Andrea Jacobsen sleit liðband í ökkla skömmu fyrir mót. vísir / hulda margrét Stelpurnar okkar eru mættar til Dortmund þar sem milliriðillinn á HM í handbolta fer fram en dagurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira
Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Sjá meira