Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:31 Herferð gegn stafrænu kynferðisofbeldi stendur nú yfir með 16 daga átaki UN Women. Málefnið er brýnt og mikilvægt að um það sé skrifað og rætt á sem flestum vígstöðvum, og okkur liggur lífið á. Gríðarlega hraðar tækniframfarir, sem undir ýmsum kringumstæðum geta verið jákvæðar og horft til framfara, fela líka í sér yfirþyrmandi ógnir sem geta varðað líf og limi fólks. Afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis eru þær sömu og afleiðingar annarra kynferðisbrota, en skýrar vísbendingar eru um stigmögnun alvarlegustu afleiðinganna eftir því sem tækninni fleygir fram og ýtir undir hugaróra þeirra sem beita ofbeldinu. Þess vegna liggur okkur á, við höfum ekki undan að átta okkur á tækninni og því sem hún gerir kleift. Því reynist okkur erfitt að vernda þau sem við þurfum að vernda, hvort sem um er að ræða okkar nánasta fólk, börnin okkar inni á heimilunum og í skólunum, eða uppfræða þau sem við berum ábyrgð gagnvart, t.d. á vinnustað eða öðrum samfélagslegum vettvangi. Löggjafinn á líka í vandræðum með að bregðast við og setja upp varnir með breyttri löggjöf, þó þingmenn séu allir af vilja gerðir þá eru tækniframfarirnar alltaf feti framar. Í skjóli nafnleyndar og refsileysis Ofbeldi af því tagi sem 16 daga átakið fjallar um er snúið viðfangs, en viðurkennt að áríðandi sé að finna leiðir til að sporna við því. Ofbeldið er framkvæmt á netinu, gegnum samfélagsmiðla, stefnumótasíður og smáforrit. Oft dyljast gerendurnir þar sem netið gerir fólki kleift að athafna sig í skjóli nafnleyndar og ýmis tilvik eru þannig að hegningalög ná ekki yfir þau. Þannig viðgengst ofbeldið í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Um er að ræða djúpfalsanir á efni, óvelkomnar dreifingar á persónulegu efni sem aldrei var ætlað til dreifingar og óumbeðnar sendingar á kynferðislegu efni. Nýleg bresk tölfræði sýnir ógnvekjandi niðurstöður, en samkvæmt henni hefur um það bil ein af hverjum þremur stúlkum á aldrinum 12-18 ára fengið sendar óumbeðnar myndir af kynfærum karla. Bresk stjórnvöld hafa gripið til aðgerða og breytt lögum með það að markmiði að tryggja öruggara netumhverfi og veita fólki, ekki síst konum, sterkari vernd í stafrænu rými. Ábyrgð netþjónustu- og tæknifyrirtækja Hvar liggur ábyrgð þeirra sem eiga og reka samfélagsmiðla, stefnumótaforrit eða gervigreindar-módel? Hver á að gæta þess að ekki séu framin mannréttindabrot á fólki sem í góðri trú nýtir sér tæknina sem netið býður upp á? Og hvaða hugmyndir eru uppi í nágrannalöndum okkar um aðgerðir til að sporna við ógnum netsins og vernda fólk gegn þeim sem misbeita tækninni í ofbeldisfullum tilgangi? Þó tiltekin ákvæði til verndar gegn stafrænu kynferðisofbeldi hafi verið leidd í íslensk hegningarlög fyrir fáeinum árum, þá ná þau tæpast yfir allt það ofbeldi sem nú er tíðkað á samfélagsmiðlum eða í netheimum. Eitt af því eru djúpfalsanir sem unnar eru með gervigreind og byggja á persónulegum líkindum við raunverulegt fólk. Í þeim efnum er gagnlegt að horfa til nágrannalanda okkar og þeirra aðgerða sem þar hefur verið gripið til eða eru til skoðunar. Í Danmörku vinnur ríkisstjórnin að breytingum á lögum um höfundarétt, sem ætlað er að tryggja rétt fólks yfir myndum af sjálfum sér, rödd sinni og öðrum persónulegum líkindum sem tæknilega er hægt að nota til stafrænnar eftirlíkingar. Enn eru ákveðin flækjustig í slíkri lagasetningu og áhöld um hvort löggjöf um hugverkaréttindi geti náð yfir persónuleg réttindi sem varða heiður, nánd eða mannlega reisn fólks, en mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn gefi þessum áformum gætur. Eins má nefna nýlegar breytingar á breskum lögum, sem leggja nýjar skyldur á samfélagsmiðlafyrirtæki og leitarþjónustur. Þar er markmiðið að gera fyrirtækin ábyrgari fyrir öryggi notenda miðlanna og þjónustunnar sem þau veita. Lögin kveða á um skyldur til að fyrirtækin innleiði aðferðir, kerfi og ferla til að draga úr hættu á að þjónusta þeirra sé notuð til ólöglegrar starfsemi, auk þess sem þeim er gert að fjarlægja ólöglegt efni þegar það birtist. Fyrirtæki sem grípa ekki til aðgerða geta átt yfir höfði sér sektir sem numið geta allt að 10% af heildartekjum þeirra, auk þess sem þau geta átt á hættu að þjónustu þeirra í Bretlandi verði lokað. Áhrif á vinnumarkað og lýðræði Rannsóknir sýna að konur sem gegna forystu- og leiðtogahlutverkum hvers konar eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Það á t.d. við um konur í stjórnmálum og fjölmiðlakonur, en einnig konur í framlínu opinberrar þjónustu, t.d. kennara á öllum skólastigum. Áreitið sem þessar konur verða fyrir miðar að því að gera lítið úr þeim, þagga niður í þeim og ýta þeim út af opinberum vettvangi. Slíkar árásir beinast ekki einungis að konunum sjálfum heldur eru einnig ógn við samfélagsgerð okkar og lýðræði. Eitt af því sem hvatt er til í 16 daga átaki því sem nú stendur er aukin fræðsla um stafrænt ofbeldi og afleiðingar þess, fræðsla sem hefur afl til að breyta þeirri ómenningu sem viðgengst í netheimum. Stafrænt læsi og vitundarvakning um virðingu og jafnrétti í netheimum eru nauðsynleg til að breyta menningu sem viðheldur ofbeldi. Höfundur er formaður BHM. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Herferð gegn stafrænu kynferðisofbeldi stendur nú yfir með 16 daga átaki UN Women. Málefnið er brýnt og mikilvægt að um það sé skrifað og rætt á sem flestum vígstöðvum, og okkur liggur lífið á. Gríðarlega hraðar tækniframfarir, sem undir ýmsum kringumstæðum geta verið jákvæðar og horft til framfara, fela líka í sér yfirþyrmandi ógnir sem geta varðað líf og limi fólks. Afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis eru þær sömu og afleiðingar annarra kynferðisbrota, en skýrar vísbendingar eru um stigmögnun alvarlegustu afleiðinganna eftir því sem tækninni fleygir fram og ýtir undir hugaróra þeirra sem beita ofbeldinu. Þess vegna liggur okkur á, við höfum ekki undan að átta okkur á tækninni og því sem hún gerir kleift. Því reynist okkur erfitt að vernda þau sem við þurfum að vernda, hvort sem um er að ræða okkar nánasta fólk, börnin okkar inni á heimilunum og í skólunum, eða uppfræða þau sem við berum ábyrgð gagnvart, t.d. á vinnustað eða öðrum samfélagslegum vettvangi. Löggjafinn á líka í vandræðum með að bregðast við og setja upp varnir með breyttri löggjöf, þó þingmenn séu allir af vilja gerðir þá eru tækniframfarirnar alltaf feti framar. Í skjóli nafnleyndar og refsileysis Ofbeldi af því tagi sem 16 daga átakið fjallar um er snúið viðfangs, en viðurkennt að áríðandi sé að finna leiðir til að sporna við því. Ofbeldið er framkvæmt á netinu, gegnum samfélagsmiðla, stefnumótasíður og smáforrit. Oft dyljast gerendurnir þar sem netið gerir fólki kleift að athafna sig í skjóli nafnleyndar og ýmis tilvik eru þannig að hegningalög ná ekki yfir þau. Þannig viðgengst ofbeldið í skjóli nafnleyndar og refsileysis. Um er að ræða djúpfalsanir á efni, óvelkomnar dreifingar á persónulegu efni sem aldrei var ætlað til dreifingar og óumbeðnar sendingar á kynferðislegu efni. Nýleg bresk tölfræði sýnir ógnvekjandi niðurstöður, en samkvæmt henni hefur um það bil ein af hverjum þremur stúlkum á aldrinum 12-18 ára fengið sendar óumbeðnar myndir af kynfærum karla. Bresk stjórnvöld hafa gripið til aðgerða og breytt lögum með það að markmiði að tryggja öruggara netumhverfi og veita fólki, ekki síst konum, sterkari vernd í stafrænu rými. Ábyrgð netþjónustu- og tæknifyrirtækja Hvar liggur ábyrgð þeirra sem eiga og reka samfélagsmiðla, stefnumótaforrit eða gervigreindar-módel? Hver á að gæta þess að ekki séu framin mannréttindabrot á fólki sem í góðri trú nýtir sér tæknina sem netið býður upp á? Og hvaða hugmyndir eru uppi í nágrannalöndum okkar um aðgerðir til að sporna við ógnum netsins og vernda fólk gegn þeim sem misbeita tækninni í ofbeldisfullum tilgangi? Þó tiltekin ákvæði til verndar gegn stafrænu kynferðisofbeldi hafi verið leidd í íslensk hegningarlög fyrir fáeinum árum, þá ná þau tæpast yfir allt það ofbeldi sem nú er tíðkað á samfélagsmiðlum eða í netheimum. Eitt af því eru djúpfalsanir sem unnar eru með gervigreind og byggja á persónulegum líkindum við raunverulegt fólk. Í þeim efnum er gagnlegt að horfa til nágrannalanda okkar og þeirra aðgerða sem þar hefur verið gripið til eða eru til skoðunar. Í Danmörku vinnur ríkisstjórnin að breytingum á lögum um höfundarétt, sem ætlað er að tryggja rétt fólks yfir myndum af sjálfum sér, rödd sinni og öðrum persónulegum líkindum sem tæknilega er hægt að nota til stafrænnar eftirlíkingar. Enn eru ákveðin flækjustig í slíkri lagasetningu og áhöld um hvort löggjöf um hugverkaréttindi geti náð yfir persónuleg réttindi sem varða heiður, nánd eða mannlega reisn fólks, en mikilvægt er að íslenskir stjórnmálamenn gefi þessum áformum gætur. Eins má nefna nýlegar breytingar á breskum lögum, sem leggja nýjar skyldur á samfélagsmiðlafyrirtæki og leitarþjónustur. Þar er markmiðið að gera fyrirtækin ábyrgari fyrir öryggi notenda miðlanna og þjónustunnar sem þau veita. Lögin kveða á um skyldur til að fyrirtækin innleiði aðferðir, kerfi og ferla til að draga úr hættu á að þjónusta þeirra sé notuð til ólöglegrar starfsemi, auk þess sem þeim er gert að fjarlægja ólöglegt efni þegar það birtist. Fyrirtæki sem grípa ekki til aðgerða geta átt yfir höfði sér sektir sem numið geta allt að 10% af heildartekjum þeirra, auk þess sem þau geta átt á hættu að þjónustu þeirra í Bretlandi verði lokað. Áhrif á vinnumarkað og lýðræði Rannsóknir sýna að konur sem gegna forystu- og leiðtogahlutverkum hvers konar eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Það á t.d. við um konur í stjórnmálum og fjölmiðlakonur, en einnig konur í framlínu opinberrar þjónustu, t.d. kennara á öllum skólastigum. Áreitið sem þessar konur verða fyrir miðar að því að gera lítið úr þeim, þagga niður í þeim og ýta þeim út af opinberum vettvangi. Slíkar árásir beinast ekki einungis að konunum sjálfum heldur eru einnig ógn við samfélagsgerð okkar og lýðræði. Eitt af því sem hvatt er til í 16 daga átaki því sem nú stendur er aukin fræðsla um stafrænt ofbeldi og afleiðingar þess, fræðsla sem hefur afl til að breyta þeirri ómenningu sem viðgengst í netheimum. Stafrænt læsi og vitundarvakning um virðingu og jafnrétti í netheimum eru nauðsynleg til að breyta menningu sem viðheldur ofbeldi. Höfundur er formaður BHM. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar