Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2025 10:00 Sjóflugvélinni er ætlað að bera níu farþega. Hún verður einnig með hjólum til að lenda á hefðbundnum flugvöllum. Elfly Group Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Frumkvöðullinn Eric Lithun stofnaði fyrirtækið í Bergen árið 2018 en flutti starfsstöðina í fyrra á Sandefjord-flugvöll við Tønsberg suður af Osló. Hann hafði auðgast í tölvugeiranum en seldi þann rekstur til að veðja á flugbátinn sem hann vonast til að verði fyrsta rafmagnssjóflugvél heims. Hún kallast NOEMI, sem stendur fyrir „,No Emission“, eða engin losun, enda er hún sögð verða mengunarfrí. Fullyrt er að rekstrar- og viðhaldskostnaður hennar verði fimmtíu prósentum lægri en þeirra flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Flugvélin er sögð geta hentað vel til að þjóna sjávarbyggðum í norsku fjörðunum þar sem erfitt er að gera flugvelli fyrir landflugvélar.Elfly Group Flugvélin er hönnuð til að fljúga á um 200 kílómetra hraða, hafa 200 kílómetra flugdrægi og ná allt að 12.500 feta hæð. Á sjó er hún talin þurfa 800 metra flugtaksbrun og geta lent í allt að 75 sentímetra ölduhæð. Á landi er áætlað að hún þurfi 600 metra langa braut til flugtaks. Sérstök áhersla er lögð á að verja hana gegn seltu en tæring málma vegna áhrifa sjávarseltu var meðal þess sem gerði rekstur sjóflugvéla erfiðan á fyrstu áratugum atvinnuflugs. Stefnt er að fyrsta reynsluflugi NOEMI árið 2027 og að hún verði komin í notkun flugfélaga árið 2030. Flugprófanir eru hafnar á fjarstýrðu módeli, sem er fimmtungur af fyrirhugaðri stærð hennar, og sjá má fljúga hér: Ráðamenn Elfly telja stóran markað fyrir flugbátinn. Bent er á að sjötíu prósent sjóflugvéla, sem núna eru í notkun í heiminum, séu meira en fjörutíu ára gamlar, byggðar á gamalli tækni og þær eyði hlutfallslega miklu eldsneyti. Í heimalandinu Noregi sjá þeir hana henta vel í norsku fjörðunum til að þjóna sjávarbyggðum, sem hafa langan veg að næsta flugvelli. Þeir sjá einnig ný tækifæri opnast til að nýta hana í flugi út frá stórum hafnarborgum. Þar geti hún lagst að bryggju og flýtt för manna úr þéttbýlum borgarsvæðum án þess að hávaði trufli borgarbúa. Noemi-sjóflugvélin séð við bryggju.Elfly Group Viðtökurnar virðast vera bærilegar. Á innan við ári hefur fyrirtækið móttekið 57 pantanir og viljayfirlýsingar í flugvélina frá sex löndum. Meðal áhugasamra kaupenda eru Loch Lomond Seaplanes í Skotlandi og Nordic Seaplanes í Kaupmannahöfn. Sjóflugvélar ruddu brautina í íslenskum flugsamgöngum. Á árunum 1928 til 1931 voru Junkers-flugbátar nýttir til farþega- og póstflugs auk síldarleitar á vegum Flugfélags Íslands númer tvö. Catalina við afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Flugmálafélag Íslands Flugfélag Íslands númer þrjú, upphaflega Flugfélag Akureyrar, sem núna er Icelandair, hóf rekstur sinn einnig á sjóflugvélum árið 1937. Tímamót urðu þegar Flugfélagið fékk fyrstu Catalina-sjóflugvélina árið 1944, TF-ISP, sem kölluð var Gamli-Pétur. Hún flaug fyrsta millilandaflug Íslendinga sumarið 1945. Catalina og Grumman-flugbátar, bæði hjá Flugfélagi Íslands og Loftleiðum, léku síðan lykilhlutverk í að byggja upp innanlandsflugið á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Landhelgisgæslan nýtti einnig flugbáta og fyrsta Gæsluvélin var Catalinan TF-RÁN árið 1955. Fréttir af flugi Noregur Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. 7. september 2025 14:28 Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Frumkvöðullinn Eric Lithun stofnaði fyrirtækið í Bergen árið 2018 en flutti starfsstöðina í fyrra á Sandefjord-flugvöll við Tønsberg suður af Osló. Hann hafði auðgast í tölvugeiranum en seldi þann rekstur til að veðja á flugbátinn sem hann vonast til að verði fyrsta rafmagnssjóflugvél heims. Hún kallast NOEMI, sem stendur fyrir „,No Emission“, eða engin losun, enda er hún sögð verða mengunarfrí. Fullyrt er að rekstrar- og viðhaldskostnaður hennar verði fimmtíu prósentum lægri en þeirra flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Flugvélin er sögð geta hentað vel til að þjóna sjávarbyggðum í norsku fjörðunum þar sem erfitt er að gera flugvelli fyrir landflugvélar.Elfly Group Flugvélin er hönnuð til að fljúga á um 200 kílómetra hraða, hafa 200 kílómetra flugdrægi og ná allt að 12.500 feta hæð. Á sjó er hún talin þurfa 800 metra flugtaksbrun og geta lent í allt að 75 sentímetra ölduhæð. Á landi er áætlað að hún þurfi 600 metra langa braut til flugtaks. Sérstök áhersla er lögð á að verja hana gegn seltu en tæring málma vegna áhrifa sjávarseltu var meðal þess sem gerði rekstur sjóflugvéla erfiðan á fyrstu áratugum atvinnuflugs. Stefnt er að fyrsta reynsluflugi NOEMI árið 2027 og að hún verði komin í notkun flugfélaga árið 2030. Flugprófanir eru hafnar á fjarstýrðu módeli, sem er fimmtungur af fyrirhugaðri stærð hennar, og sjá má fljúga hér: Ráðamenn Elfly telja stóran markað fyrir flugbátinn. Bent er á að sjötíu prósent sjóflugvéla, sem núna eru í notkun í heiminum, séu meira en fjörutíu ára gamlar, byggðar á gamalli tækni og þær eyði hlutfallslega miklu eldsneyti. Í heimalandinu Noregi sjá þeir hana henta vel í norsku fjörðunum til að þjóna sjávarbyggðum, sem hafa langan veg að næsta flugvelli. Þeir sjá einnig ný tækifæri opnast til að nýta hana í flugi út frá stórum hafnarborgum. Þar geti hún lagst að bryggju og flýtt för manna úr þéttbýlum borgarsvæðum án þess að hávaði trufli borgarbúa. Noemi-sjóflugvélin séð við bryggju.Elfly Group Viðtökurnar virðast vera bærilegar. Á innan við ári hefur fyrirtækið móttekið 57 pantanir og viljayfirlýsingar í flugvélina frá sex löndum. Meðal áhugasamra kaupenda eru Loch Lomond Seaplanes í Skotlandi og Nordic Seaplanes í Kaupmannahöfn. Sjóflugvélar ruddu brautina í íslenskum flugsamgöngum. Á árunum 1928 til 1931 voru Junkers-flugbátar nýttir til farþega- og póstflugs auk síldarleitar á vegum Flugfélags Íslands númer tvö. Catalina við afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Þessar flugvélar áttu stóran þátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944-1961.Flugmálafélag Íslands Flugfélag Íslands númer þrjú, upphaflega Flugfélag Akureyrar, sem núna er Icelandair, hóf rekstur sinn einnig á sjóflugvélum árið 1937. Tímamót urðu þegar Flugfélagið fékk fyrstu Catalina-sjóflugvélina árið 1944, TF-ISP, sem kölluð var Gamli-Pétur. Hún flaug fyrsta millilandaflug Íslendinga sumarið 1945. Catalina og Grumman-flugbátar, bæði hjá Flugfélagi Íslands og Loftleiðum, léku síðan lykilhlutverk í að byggja upp innanlandsflugið á árunum 1944 til 1961 þegar flugvellir voru fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Landhelgisgæslan nýtti einnig flugbáta og fyrsta Gæsluvélin var Catalinan TF-RÁN árið 1955.
Fréttir af flugi Noregur Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. 7. september 2025 14:28 Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. 7. september 2025 14:28
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08