Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun