Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar 28. nóvember 2025 13:32 Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar