Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:18 Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun