„Hún lamdi aðeins á mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. nóvember 2025 14:01 Liðsfélagarnir Elín Rósa og Nieke Kuhne tókust hart á í gærkvöldi. Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Elín Rósa Magnúsdóttir var lurkum lamin af liðsfélaga sínum í opnunarleik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta. Elín Rósa er leikmaður Blomberg/Lippe í Þýskalandi og spilaði því gegn tveimur liðsfélögum sínum, hornakonunni Alexiu Hauf og bakverðinum Nieke Kuhne. „Það var mjög gaman og svolítið öðruvísi að þekkja einhverjar í hinu landsliðinu. Þær eru mjög öflugar en þetta var bara mjög skemmtilegt. Hún [Nieke Kuhne] er mjög öflug og er þarna í hjarta varnarinnar þannig að já, hún lamdi aðeins á mér, en maður komst nokkrum sinnum í gegnum hana líka“ sagði Elín á hóteli landsliðsins í dag, eftir 32-25 tap gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins var Elín ánægð með frammistöðu liðsins í leiknum. „Ég er bara stolt af liðinu, við börðumst allan tímann og það var okkar helsta markmið að gefa þeim alvöru leik, sem við náðum að gera að hluta til, þannig að ég var bara ánægð með þetta.“ Elín var stoðsendingahæst hjá íslenska liðinu og nafna hennar var markahæst, þannig að samstarfið gekk nokkuð vel hjá þeim í sókninni. „Þetta gekk bara ágætlega, þegar það var flot á boltanum þá náðum við Elín [Klara Þorkelsdóttir] að vera eins og skopparakringlur fyrir utan. Þegar við náðum að koma boltanum frá okkar og fengum ekki þessi hraðaupphlaup í bakið þá gekk þetta ágætlega.“ Nú undirbýr liðið sig fyrir næsta leik gegn Serbíu, og þó frammistaðan í gær hafi verið góð, vilja stelpurnar okkar gera enn betur. „Við viljum vera örlítið þéttari í vörninni og fá meiri frumkvæði sóknarlega, skila boltanum líka betur frá okkur. Stefnan er auðvitað sett á sigur“ sagði Elín Rósa. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira
Elín Rósa er leikmaður Blomberg/Lippe í Þýskalandi og spilaði því gegn tveimur liðsfélögum sínum, hornakonunni Alexiu Hauf og bakverðinum Nieke Kuhne. „Það var mjög gaman og svolítið öðruvísi að þekkja einhverjar í hinu landsliðinu. Þær eru mjög öflugar en þetta var bara mjög skemmtilegt. Hún [Nieke Kuhne] er mjög öflug og er þarna í hjarta varnarinnar þannig að já, hún lamdi aðeins á mér, en maður komst nokkrum sinnum í gegnum hana líka“ sagði Elín á hóteli landsliðsins í dag, eftir 32-25 tap gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins var Elín ánægð með frammistöðu liðsins í leiknum. „Ég er bara stolt af liðinu, við börðumst allan tímann og það var okkar helsta markmið að gefa þeim alvöru leik, sem við náðum að gera að hluta til, þannig að ég var bara ánægð með þetta.“ Elín var stoðsendingahæst hjá íslenska liðinu og nafna hennar var markahæst, þannig að samstarfið gekk nokkuð vel hjá þeim í sókninni. „Þetta gekk bara ágætlega, þegar það var flot á boltanum þá náðum við Elín [Klara Þorkelsdóttir] að vera eins og skopparakringlur fyrir utan. Þegar við náðum að koma boltanum frá okkar og fengum ekki þessi hraðaupphlaup í bakið þá gekk þetta ágætlega.“ Nú undirbýr liðið sig fyrir næsta leik gegn Serbíu, og þó frammistaðan í gær hafi verið góð, vilja stelpurnar okkar gera enn betur. „Við viljum vera örlítið þéttari í vörninni og fá meiri frumkvæði sóknarlega, skila boltanum líka betur frá okkur. Stefnan er auðvitað sett á sigur“ sagði Elín Rósa.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira