„Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:00 Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Um stafrænt ofbeldi í nánum samböndum. Í veruleika þar sem við erum flest með símann í hendinni allan daginn, þar sem við deilum með ókunnugum myndböndum af okkar innilegustu stundum, þar sem við svörum skilaboðum helst innan nokkurra mínútna, þar sem okkur þykir sjálfsagt að láta forrit rekja ferðir okkar nánustu í nafni öryggis – þá getur verið ansi flókið að koma auga á hvar almenn notkun á daglegri tækni endar og hvar stafrænt ofbeldi í nánu sambandi hefst. Það sem við vitum þó er að það er mikilvægt að við leggjum okkur betur fram við að skilgreina þessi mörk því að stafrænt ofbeldi er ört vaxandi lífshættuleg ógn sem ber að taka alvarlega. Stafrænt ofbeldi er ein margra birtingamynda kynbundis ofbeldis í nánum samböndum. Þó svo að þessi birtingamynd sé í stöðugri þróun þá er það alveg skýrt að grunnur og tilgangur ofbeldisins er alltaf sá sami: Að leita allra leiða til þess að stjórna, kúga og einangra þolandann. Með hjálp tækninnar finna gerendur sífellt fleiri leiðir til þess að fylgjast með öllum ferðum maka síns, athöfnum og samskiptum við aðra. Tæknin er nýtt til kúgunar í formi stanslausra símtala og skilaboða eða hótanna um birtingu mynda, viðkvæmra upplýsinga og falskra skilaboða, svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar tilfinning í Kvennaathvarfinu að innan sambanda þar sem ofbeldi er beitt er nánast undantekningalaust einnig beitt starfrænu ofbeldi í einhverjum mæli, og er þá misjafnt hvort að þolandi sé yfirhöfuð meðvitaður um allt það stafræna umsátur sem hafði átt sér stað á meðan á sambandinu stóð. Stafrænt ofbeldi eftir skilnað Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu standa á tímamótum í lífi sínu þar sem þær eru að taka það risastóra skref að stíga út úr ofbeldissambandi. Skrefið getur verið þungt og þröskuldurinn inn í athvarfið hár, því eins og við flest vitum er ofbeldi í nánu sambandi virkilega flókið fyrirbæri. Það er þó okkar reynsla í gegnum árin að þegar að yfir þröskuldinn er komið þá læðist gjarnan að bæði konum og börnum þeirra léttir og vaxandi trú á að það sé möguleiki á að byggja upp líf án ofbeldis. Á síðari árum hafa margar konur þó þurft að glíma áfram við alvarlegt stafrænt ofbeldi eftir að í athvarfið er komið, þar sem gerandi leitar allra leiða til að smjúga sér aftur inní líf þolandans. Sömu sögu segja konur sem leita til okkar í viðtalsþjónustu, en af þeim hundruðum kvenna sem þiggja hjá okkur ráðgjöf vegna ofbeldis á ári hverju, þá er um helmingur þeirra að leita aðstoðar vegna fyrrum maka. Skrefið hefur verið stigið en ofbeldið heldur áfram. Öryggiskenndin, styrkurinn og sjálfstæðið, sem þær þrá svo heitt, er hrifsað af þeim og ferlið verður svo flókið að trúin á líf án ofbeldis dofnar. Það er vel þekkt að ofbeldi á það til að stigmagnast og verða mun hættulegra þegar þolandi ákveður að fara. En í stað þess að geta tryggt öryggi þolenda á þessum viðkvæma tímapunkti – þá er ofbeldið áfram alltumlykjandi. Áhrif slíks umsáturseineltis eftir að sambandi lýkur geta verið gríðarlega alvarleg og einfaldlega rænt þolendur andlegri heilsu. Nauðungastjórnun er dauðans alvara Stöðugt koma fram nýjar leiðir og ný verkfæri sem skapa veruleika þar sem þolandi ofbeldis getur ekki um frjálst höfuð strokið þó svo að gerandi sé hvergi nærri. Ofbeldið flæðir inn í öll rými í lífi þolandans og leiðir til slíks vanmáttar að það getur virðst vonlaust að komast út úr aðstæðum. Slíkt ofbeldi er það sem telst til nauðungarstjórnunar er ekki síður hættulegt en alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Nauðungarstjórnun (Coercive Control) er kerfisbundið endurtekið ofbeldi sem miðar að því að stjórna og kúga annan aðila, þá með að takmarka frelsi og sjálfstæði viðkomandi. Rannsóknir sýna að slík stjórnun getur stigmagnast og orðið mjög hættuleg. Efsta stig nauðungastjórnunar getur endað með morði en í mörgum tilfella er ekki um að ræða líkamlegt ofbeldi fram að þeim verknaði. Á síðustu árum hafa allnokkrar þjóðir samþykkt löggjöf þar sem gerendur eru sóttir til saka á grundvelli gruns um nauðungastjórnun, algerlega óháð því hvort um hafi verið að ræða líkamlegt ofbeldi eða ekki. Birtingamyndir kynbundis ofbeldis í nánum samböndum eru margar. Það krefst þjálfunar og fræðslu að koma auga á og bregðast við slíku ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk í framlínu, lögregla og dómstólar séu vel með á nótunum – bæði varðandi eðli slíks ofbeldis og þeirra hröðu þróunar sem á sér stað í heimi starfræns ofbeldis. Við þurfum að vera vel upplýst um alvarleika stafræns ofbeldis og þeirra afleiðinga sem það getur haft. Mikilvægt er að lögregla taki tilkynningum um nauðungastjórnun af mikilli alvöru og að dómstólar nýti lagarammann til að dæma í slíkum málum – þó svo að líkamlegt ofbeldi sé ekki til staðar. Einnig er mikilvægt að viðbragðsaðilar séu vel þjálfaðir í að þekkja nýjustu vendingar í stafrænu ofbeldi og kunni að beita aðferðum til að verja þolendur fyrir slíku ofbeldi. Mikilvægt er að við höldum áfram að læra að hreyfa okkur inni í þeirri tækniveröld sem umlykur okkur. Það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið heldur hvernig við notum hana, hvernig við kynnum nýjar kynslóðir fyrir henni og að við setjum okkur leikreglur sem tryggja að mörkin milli almennrar tækninotkunnar og ofbeldis verði skýr. Framþróun í tækni mun halda áfram og á meðan enn fær að geysa óáreittur faraldur kynbundis ofbeldis munu gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að beita nauðungastjórnun. Það er okkar að skapa umhverfi og samfélag sem ekki líður slíka kúgun og frelsissviptingu. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun