Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar 26. nóvember 2025 07:47 Ný öryggis- og varnarstefna Íslands er nauðsynlegt skref – en ekki nægjanlegt. Steinunn Þóra Árnadóttir og Einar Ólafsson, félagar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, halda því fram í nýlegri skoðanagrein að tillaga utanríkisráðherra um nýja varnar- og öryggisstefnu marki ferð frá friði til vígvæðingar og rofi á séríslenskri „friðarhefð“. Sú framsetning er í besta falli villandi, í versta falli stórhættuleg. Ísland hefur alla 20. öldina og fram á þá 21. verið undir hernaðarvernd annarra, NATO og Bandaríkjanna, án þess að byggja upp eigin varnir og í raun stórgrætt efnahagslega á veru bandaríska hersins fram til ársins 2006. Ísland hefur útvistað eigin vörnum til erlendra aðila og leggur lang minnst allra ríkja NATO í framlög til varnarmála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu – þrátt fyrir að vera ein ríkasta þjóð í heimi! Þegar Steinunn og Einar tala um að „rjúfa hefð“ er í reynd verið að verja áframhaldandi fyrirkomulag þar sem við sitjum meira eða minna óvarin á norðurjaðri NATO og treystum á að menn annarra þjóða fórni lífi sínu og limum okkur til varna gegn ágangi óvinveittra ríkja. Ísland leyfir sér að hegða sér á alþjóðasviðinu eins og nytsamur sakleysingi sem trúir því að aðrir sjái um að verja hann. Við erum skotmark hvort sem okkur líkar það betur eða verr Skýrsla samráðshóps þingmanna, sem Steinunn og Einar vitna sjálf í, segir skýrt að „landfræðileg lega Íslands er með þeim hætti að landið myndi nær óhjákvæmilega dragast inn í meiriháttar átök er kynnu að brjótast út í Evrópu.“ Það er því einfaldlega rangt þegar þau gefa í skyn að ný stefna „geri Ísland að skotmarki“ - við erum það nú þegar í augum stórvelda vegna skip- og flugleiða og innviða á Norður-Atlantshafi, m.a. sem mikilvægur hlekkur í GIUK hliðinu. Spurningin er hvort við förum við inn í þá stöðu varnarlaus eða með lágmarks eigin varnargetu eins og aðrar smáþjóðir? Friður án varna er ekki friður heldur frestun ábyrgðar Steinunn og Einar stilla upp falskri andstæðu: annaðhvort sterkir innviðir, velferð, menntun, loftslagsaðgerðir eða varnir. Reynsla Finna og Norðmanna sýnir hið gagnstæða: öflug velferð og trúverðugar varnir haldast í hendur. Noregur dró verulega úr framlögum til varnarmála eftir fyrri heimsstyrjöld, hélt úti hlutleysisstefnu og minnkaði herinn þegar ógnin óx. Þegar Þjóðverjar réðust inn 1940 var Noregur afar illa undirbúinn og þurfti að treysta á bandamenn til að bjarga því sem bjargað varð. Af biturri reynslu lærðu Norðmenn að sjálfstæði og fullveldi krefst eigin varna og byggðu upp sterkan her innan NATO, ekki til árása heldur til fælingar. Finnar lærðu það sama. Sú reynsla varð grunnurinn að þeirri meginreglu sem mótar enn varnarkerfi Finna: engin þjóð getur treyst öðrum fyrir eigin vörnum. Samkvæmt Government Defence Report 2021 byggir öryggisstefna Finna fyrst og fremst á sterkri eigin varnargetu og getu til að verja sig við allar aðstæður – hugsun sem oft er dregin saman í eina setningu í finnskri öryggishefð: “No one else will defend Finland if we don’t.” Þessar þjóðir kjósa ekki að vera varnarlausar „friðarþjóðir“. Þær vita af eigin reynslu að það að spila sig máttlausa skapar ekki frið, það einfaldar bara ákvarðanatöku fyrir þann sem er tilbúinn að beita valdi og ofbeldi. Kjarnavopn og hugrekki Við verðum að viðurkenna að raunverulegur fælingarmáttur felst í kjarnavopnum. Nærtækasta dæmið þar sem fælingarmáttur án kjarnavopna brást eru yfirstandandi hörmungar í Úkraínu. Ísland þarf að vera trúverðugur bandamaður sem hefur eitthvað fram að leggja í eigin varnir og nýtir þá stöðu til að þrýsta á raunhæfar lausnir til friðar. Það krefst hugrekkis að taka ábyrgð - að líta til vinstri, loka augunum og stinga höfðinu í grænan sand er það ekki. Kjarni málsins Stóra spurningin er ekki hvort Ísland sé „friðarþjóð“ heldur hvort við séum ábyrg þjóð. Pólitískt sjálfstæði Íslands og hagsmunir okkar velta á hvort óvinaríki telji fýsilegt að ráðast á landið. Það breytir jöfnunni ef hér sé til staðar varnarher sem getur tafið innrás og brugðist hratt við hermdar- og hryðjuverkjum áður en hjálp berst frá bandamönnum. Ábyrg þjóð býr ekki til pólitíska rómantík úr eigin varnarleysi, heldur tekur lágmarksábyrgð á því að verja þá innviði og þá velferð sem hún segist meta svo mikils. Ef hvert skref í átt að ábyrgri varnastefnu á að stöðva í nafni „víðtækrar þjóðfélagslegrar umræðu“ kemst Ísland ekki lengra en skýrslur, álit og stýrihópa. Víðtæk þjóðfélagsumræða og friðarviðleitni eru nauðsynlegar en þær mega ekki verða varanlegar afsakanir fyrir því að taka aldrei ákvörðun. Þjóð sem stendur á viðkvæmum krossgötum Norður-Atlantshafsins hefur ekki efni á því að rugla fyrirferðarmikilli umræðu og fallegum friðarorðum saman við raunverulegt öryggi. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ný öryggis- og varnarstefna Íslands er nauðsynlegt skref – en ekki nægjanlegt. Steinunn Þóra Árnadóttir og Einar Ólafsson, félagar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, halda því fram í nýlegri skoðanagrein að tillaga utanríkisráðherra um nýja varnar- og öryggisstefnu marki ferð frá friði til vígvæðingar og rofi á séríslenskri „friðarhefð“. Sú framsetning er í besta falli villandi, í versta falli stórhættuleg. Ísland hefur alla 20. öldina og fram á þá 21. verið undir hernaðarvernd annarra, NATO og Bandaríkjanna, án þess að byggja upp eigin varnir og í raun stórgrætt efnahagslega á veru bandaríska hersins fram til ársins 2006. Ísland hefur útvistað eigin vörnum til erlendra aðila og leggur lang minnst allra ríkja NATO í framlög til varnarmála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu – þrátt fyrir að vera ein ríkasta þjóð í heimi! Þegar Steinunn og Einar tala um að „rjúfa hefð“ er í reynd verið að verja áframhaldandi fyrirkomulag þar sem við sitjum meira eða minna óvarin á norðurjaðri NATO og treystum á að menn annarra þjóða fórni lífi sínu og limum okkur til varna gegn ágangi óvinveittra ríkja. Ísland leyfir sér að hegða sér á alþjóðasviðinu eins og nytsamur sakleysingi sem trúir því að aðrir sjái um að verja hann. Við erum skotmark hvort sem okkur líkar það betur eða verr Skýrsla samráðshóps þingmanna, sem Steinunn og Einar vitna sjálf í, segir skýrt að „landfræðileg lega Íslands er með þeim hætti að landið myndi nær óhjákvæmilega dragast inn í meiriháttar átök er kynnu að brjótast út í Evrópu.“ Það er því einfaldlega rangt þegar þau gefa í skyn að ný stefna „geri Ísland að skotmarki“ - við erum það nú þegar í augum stórvelda vegna skip- og flugleiða og innviða á Norður-Atlantshafi, m.a. sem mikilvægur hlekkur í GIUK hliðinu. Spurningin er hvort við förum við inn í þá stöðu varnarlaus eða með lágmarks eigin varnargetu eins og aðrar smáþjóðir? Friður án varna er ekki friður heldur frestun ábyrgðar Steinunn og Einar stilla upp falskri andstæðu: annaðhvort sterkir innviðir, velferð, menntun, loftslagsaðgerðir eða varnir. Reynsla Finna og Norðmanna sýnir hið gagnstæða: öflug velferð og trúverðugar varnir haldast í hendur. Noregur dró verulega úr framlögum til varnarmála eftir fyrri heimsstyrjöld, hélt úti hlutleysisstefnu og minnkaði herinn þegar ógnin óx. Þegar Þjóðverjar réðust inn 1940 var Noregur afar illa undirbúinn og þurfti að treysta á bandamenn til að bjarga því sem bjargað varð. Af biturri reynslu lærðu Norðmenn að sjálfstæði og fullveldi krefst eigin varna og byggðu upp sterkan her innan NATO, ekki til árása heldur til fælingar. Finnar lærðu það sama. Sú reynsla varð grunnurinn að þeirri meginreglu sem mótar enn varnarkerfi Finna: engin þjóð getur treyst öðrum fyrir eigin vörnum. Samkvæmt Government Defence Report 2021 byggir öryggisstefna Finna fyrst og fremst á sterkri eigin varnargetu og getu til að verja sig við allar aðstæður – hugsun sem oft er dregin saman í eina setningu í finnskri öryggishefð: “No one else will defend Finland if we don’t.” Þessar þjóðir kjósa ekki að vera varnarlausar „friðarþjóðir“. Þær vita af eigin reynslu að það að spila sig máttlausa skapar ekki frið, það einfaldar bara ákvarðanatöku fyrir þann sem er tilbúinn að beita valdi og ofbeldi. Kjarnavopn og hugrekki Við verðum að viðurkenna að raunverulegur fælingarmáttur felst í kjarnavopnum. Nærtækasta dæmið þar sem fælingarmáttur án kjarnavopna brást eru yfirstandandi hörmungar í Úkraínu. Ísland þarf að vera trúverðugur bandamaður sem hefur eitthvað fram að leggja í eigin varnir og nýtir þá stöðu til að þrýsta á raunhæfar lausnir til friðar. Það krefst hugrekkis að taka ábyrgð - að líta til vinstri, loka augunum og stinga höfðinu í grænan sand er það ekki. Kjarni málsins Stóra spurningin er ekki hvort Ísland sé „friðarþjóð“ heldur hvort við séum ábyrg þjóð. Pólitískt sjálfstæði Íslands og hagsmunir okkar velta á hvort óvinaríki telji fýsilegt að ráðast á landið. Það breytir jöfnunni ef hér sé til staðar varnarher sem getur tafið innrás og brugðist hratt við hermdar- og hryðjuverkjum áður en hjálp berst frá bandamönnum. Ábyrg þjóð býr ekki til pólitíska rómantík úr eigin varnarleysi, heldur tekur lágmarksábyrgð á því að verja þá innviði og þá velferð sem hún segist meta svo mikils. Ef hvert skref í átt að ábyrgri varnastefnu á að stöðva í nafni „víðtækrar þjóðfélagslegrar umræðu“ kemst Ísland ekki lengra en skýrslur, álit og stýrihópa. Víðtæk þjóðfélagsumræða og friðarviðleitni eru nauðsynlegar en þær mega ekki verða varanlegar afsakanir fyrir því að taka aldrei ákvörðun. Þjóð sem stendur á viðkvæmum krossgötum Norður-Atlantshafsins hefur ekki efni á því að rugla fyrirferðarmikilli umræðu og fallegum friðarorðum saman við raunverulegt öryggi. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun