Telja sig með alla ræningjana í haldi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 14:34 Frá Louvre í París. Safnið er gríðarlega vinsælt og hýsir fjölmarga merkilega og verðmæta muni. AP/Thomas Padilla Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið fjóra til viðbótar vegna gruns um að viðkomandi hafi tekið þátt í eða komið að ráninu í Louvre-safninu í október. Lögregluþjónar telja sig nú hafa komið böndum yfir alla mennina fjóra sem tóku þátt í ráninu auk annarra fjögurra sem aðstoðuðu þá. Fjórir ræningjar mættu fyrir utan safnið heimsfræga um klukkan 9:30 að morgni sunnudagsins 19. október, skömmu eftir að safnið opnaði, og notuðu stigabíl til að komast að tiltölulega óvörðum glugga á safninu. Gluggann brutu þeir og hlupu inn með verkfæri sem þeir notuðu til að ógna óvopnuðum öryggisvörðum sem flúðu. Mennirnir notuðu verkfærin því næst til að opna sýningarbása og ræna munum. Á innan við fjórum mínútum voru þeir komnir aftur út og flúðu á vespum sem biðu þeirra en þeir komust undan með gífurlega verðmæt krúnudjásn og skartgripi. Fjórir höfðu verið handteknir vegna ránsins í lok síðasta mánaðar og er nú búið að handtaka fjóra til viðbótar. Tveir menn, 38 og 39 ára, voru handteknir í morgun og tvær konur, 31 og 40 ára. Öll eru þau sögð frá Parísarsvæðinu en áður voru þrír menn og ein kona í haldi. Í frétt Le Parisien segir að annar mannanna sem handtekinn var í morgun sé talinn vera síðastur mannanna fjögurra sem tóku beinan þátt í ráninu. Leit að krúnudjásnunum stendur enn yfir og er enn verið að reyna að bera kennsl á þann eða þá sem gætu hafa skipulagt ránið. Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Tengdar fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38 „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03 Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26 Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Fjórir ræningjar mættu fyrir utan safnið heimsfræga um klukkan 9:30 að morgni sunnudagsins 19. október, skömmu eftir að safnið opnaði, og notuðu stigabíl til að komast að tiltölulega óvörðum glugga á safninu. Gluggann brutu þeir og hlupu inn með verkfæri sem þeir notuðu til að ógna óvopnuðum öryggisvörðum sem flúðu. Mennirnir notuðu verkfærin því næst til að opna sýningarbása og ræna munum. Á innan við fjórum mínútum voru þeir komnir aftur út og flúðu á vespum sem biðu þeirra en þeir komust undan með gífurlega verðmæt krúnudjásn og skartgripi. Fjórir höfðu verið handteknir vegna ránsins í lok síðasta mánaðar og er nú búið að handtaka fjóra til viðbótar. Tveir menn, 38 og 39 ára, voru handteknir í morgun og tvær konur, 31 og 40 ára. Öll eru þau sögð frá Parísarsvæðinu en áður voru þrír menn og ein kona í haldi. Í frétt Le Parisien segir að annar mannanna sem handtekinn var í morgun sé talinn vera síðastur mannanna fjögurra sem tóku beinan þátt í ráninu. Leit að krúnudjásnunum stendur enn yfir og er enn verið að reyna að bera kennsl á þann eða þá sem gætu hafa skipulagt ránið.
Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Tengdar fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38 „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03 Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26 Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38
„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26
Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50