Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Klám Börn og uppeldi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun