Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 25. nóvember 2025 08:02 „Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun