Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2025 12:02 Við Laugabakka í Miðfirði. aðsend Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Hópslysaáætlun var virkjuð eftir að tvö umferðarslys urðu upp úr klukkan fjögur í gær á Norðvesturlandi, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði um klukkan 16.22 . Þrír fólksbílar skullu saman við Þverárfjallsveg skammt frá Blönduósi um klukkan 16.06. Fjórtán manns voru í fólksbílunum þremur en þrír af þeim voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur. „Myndast hálka bara á núll einni“ Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar á Norðurlandi, segir aksturskilyrði í gær hafa verið erfið og hálka á svæðinu. „Það var mjög mikill raki í loftinu. Við sáum hér á Akureyri í morgun að það er allt bullandi hrímað. Þarna gerði frostrigningu eftir skýrslunni að dæma, þá breytist ástandið rosalega hratt. Það var búið að fara í eftirlit.“ Ekki hafði verið talin þörf á að hálkuverja umrædda vegi í gær þar sem þeir voru þurrir um morguninn þegar eftirlit fór fram. Á vef Vegagerðarinnar kom fram að hálkublettir væru á svæðinu en ekki að um hálku væri að ræða. Heimir ítrekar að aðstæður á vegunum geti breyst mjög skyndilega. „Þarna myndast hálka bara á núll einni. Því að þegar er farið í eftirlit þá eru bara hálkublettir og vegirnir að miklu leyti þurrir og svo gerir þokuloft þegar það líður fram á daginn og svo frostrigningar seinni partinn þegar sólin fer að setjast. Fólk má endilega hafa samband við 1777 til að koma upplýsingum á framfæri. Við komumst ekki yfir alla vegi þegar þessar aðstæður eru að breytast. Eins og um helgar þá eru kannski tveir menn á vaktinni og margir kílómetrar sem þarf að fara yfir,“ segir hann og tekur fram að bílar hafi verið sendir til að hálkuverja á svæðinu um leið og fregnir bárust af umferðarslysunum. Allir fimm bílarnir ónýtir Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi, segir að enginn hafi slasast alvarlega. „Það var farið með alla til skoðunar. Sumir fóru suður á Landspítalann, einhverjir á Akranes. Þá fóru líka einhverjir á Akureyri til frekari skoðunar eftir skoðun á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Allir fimm bílarnir eru ónýtir. við getum sagt að það var mildi að ekki fór verr.“ Tildrög slysanna eru nú til rannsóknar. Búist er við hálku víða á vegum í dag. „Allir að hafa varann á alltaf, sérstaklega þegar það er hálka. Það er hált á vegum í dag.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Húnaþing vestra Skagafjörður Landhelgisgæslan Samgönguslys Húnabyggð Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hópslysaáætlun var virkjuð eftir að tvö umferðarslys urðu upp úr klukkan fjögur í gær á Norðvesturlandi, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði um klukkan 16.22 . Þrír fólksbílar skullu saman við Þverárfjallsveg skammt frá Blönduósi um klukkan 16.06. Fjórtán manns voru í fólksbílunum þremur en þrír af þeim voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur. „Myndast hálka bara á núll einni“ Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar á Norðurlandi, segir aksturskilyrði í gær hafa verið erfið og hálka á svæðinu. „Það var mjög mikill raki í loftinu. Við sáum hér á Akureyri í morgun að það er allt bullandi hrímað. Þarna gerði frostrigningu eftir skýrslunni að dæma, þá breytist ástandið rosalega hratt. Það var búið að fara í eftirlit.“ Ekki hafði verið talin þörf á að hálkuverja umrædda vegi í gær þar sem þeir voru þurrir um morguninn þegar eftirlit fór fram. Á vef Vegagerðarinnar kom fram að hálkublettir væru á svæðinu en ekki að um hálku væri að ræða. Heimir ítrekar að aðstæður á vegunum geti breyst mjög skyndilega. „Þarna myndast hálka bara á núll einni. Því að þegar er farið í eftirlit þá eru bara hálkublettir og vegirnir að miklu leyti þurrir og svo gerir þokuloft þegar það líður fram á daginn og svo frostrigningar seinni partinn þegar sólin fer að setjast. Fólk má endilega hafa samband við 1777 til að koma upplýsingum á framfæri. Við komumst ekki yfir alla vegi þegar þessar aðstæður eru að breytast. Eins og um helgar þá eru kannski tveir menn á vaktinni og margir kílómetrar sem þarf að fara yfir,“ segir hann og tekur fram að bílar hafi verið sendir til að hálkuverja á svæðinu um leið og fregnir bárust af umferðarslysunum. Allir fimm bílarnir ónýtir Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi, segir að enginn hafi slasast alvarlega. „Það var farið með alla til skoðunar. Sumir fóru suður á Landspítalann, einhverjir á Akranes. Þá fóru líka einhverjir á Akureyri til frekari skoðunar eftir skoðun á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Allir fimm bílarnir eru ónýtir. við getum sagt að það var mildi að ekki fór verr.“ Tildrög slysanna eru nú til rannsóknar. Búist er við hálku víða á vegum í dag. „Allir að hafa varann á alltaf, sérstaklega þegar það er hálka. Það er hált á vegum í dag.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Húnaþing vestra Skagafjörður Landhelgisgæslan Samgönguslys Húnabyggð Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira