Fótbolti

Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elche CF v Real Madrid CF - LaLiga EA Sports Jude Bellingham central midfield of Real Madrid and England celebrates after scoring his sides first goal during the La Liga EA Sports match between Elche CF and Real Madrid CF at Estadio Manuel Martinez Valero on November 23, 2025 in Elche, Spain. (Photo by Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images)
Elche CF v Real Madrid CF - LaLiga EA Sports Jude Bellingham central midfield of Real Madrid and England celebrates after scoring his sides first goal during the La Liga EA Sports match between Elche CF and Real Madrid CF at Estadio Manuel Martinez Valero on November 23, 2025 in Elche, Spain. (Photo by Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images)

Jude Bellingham sá til þess að Real Madrid tók í það minnsta með sér eitt stig er liðið heimsótti Elche í spænsku deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Enn var markalaust eftir fyrri hálfleik leiksins, en óhætt er að segja að lifnað hafi yfir leiknum í seinni hálfleik.

Aleix Febas kom heimamönnum í Elche yfir á 53. mínútu áður en Dean Huijsen jafnaði metin fyrir Madrídinga á 78. mínútu eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham.

Alvaro Rodriguez kom heimamönnum yfir á nýjan leik á 84. mínútu, en áðurnefndur Bellingham jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar.

Heimamenn þurftu að leika síðustu andartök leiksins manni færri þar sem Victor Chust fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á sjöttu mínútu uppbótartíma, en það kom ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli.

Þetta var annað jafntefli Real Madrid í röð í deildinni, en liðið trónir þó enn á toppi spænsku deildarinnar, nú með 32 stig eftir 13 leiki, einu stigi meira en Barcelona sem situr í öðru sæti.

Elche situr hins vegar í 11. sæti með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×