Handbolti

Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson átti góðan seinni hálfleik þar sem hann skoraði fjögur af fimm mörkum sínum.
Haukur Þrastarson átti góðan seinni hálfleik þar sem hann skoraði fjögur af fimm mörkum sínum. Getty/Andrzej Iwanczuk

Haukur Þrastarson og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu með þremur mörkum á móti Þýskalandsmeisturum Füchse Berlin í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Füchse Berlin vann leikinn 33-30 eftir að staðan var 15-15 í hálfleik.

Haukur var bæði með mark og stoðsendingu þegar Löwn minnkaði ítrekað muninn í eitt mark á lokakaflanum en í stöðunni 28-29 þá lögðu Refirnir grunn að sigrinum með þremur mörkum í röð.

Haukur kom alls að tíu mörkum Rhein-Neckar Löwen í leiknum, skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar. Hann skoraði fjögur af fimm mörkum sínum í seinni hálfleiknum og gaf þá þrjár af fimm stoðsendingum sínum.

Danski landsliðsmaðurinn Mathias Gidsel var frábær í liði Füchse með tólf mörk og sjö stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×