Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 06:31 Viktor Bjarki Daðason fær vonandi að spila stórleikinn í dag. EPA/Liselotte Sabroe Það er stórleikur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Viktor Bjarki Daðason og félagar í FCK Kaupmannahöfn taka á móti nágrönnum sínum í Bröndby. Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Þetta verður væntanlega sögulegur leikur hjá þessum hatrömmu nágrönnum því að öllu óbreyttu verður þetta í síðasta sinn sem stuðningsmenn gestaliðsins eru ekki velkomnir á þennan nágrannaslag. Danski nágrannaslagurinn milli FC Kaupmannahafnar og Bröndby IF er án efa stærsti viðburðurinn í danskri knattspyrnu. Síðasta árið hafa viðburðirnir verið skugginn af sjálfum sér þar sem stuðningsmönnum gestaliðsins hefur verið bannað að mæta á leiki gegn erkifjendunum vegna vaxandi óeirða milli hópa í stuðningsmannahópum félaganna. 20 spillere er udtaget til truppen til søndagens Derby i Parken mod Brøndby IF 👇🏼Husk at alle FCK-fans opfordres til at samles på Øster Alle kl. 10.00 og tage imod spillerne, når de ankommer ad Øster Alle fra Trianglen #fcklive #sldk https://t.co/PjIZcNwMgy— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Í dag í Parken verður það einnig raunin því aðeins stuðningsmenn FCK verða viðstaddir en það er vonandi í allra síðasta sinn sem stuðningsmenn FCK og Brøndby geta ekki verið viðstaddir á sama leikvangi. Þetta staðfestir Claus Thomsen, forstjóri dönsku deildarinnar, í samtali við TV 2 Sport. „Almennt séð óskum við þess hjá dönsku deildinni að á öllum leikjum í danskri knattspyrnu geti verið áhorfendur frá báðum liðum og ákvörðunin er nú sú að þannig skuli það vera árið 2026. Þá afnemum við fyrirmælin um að félögin megi ekki hafa stuðningsmenn gestaliðsins á nágrannaslögum í Kaupmannahöfn,“ sagði Claus Thomsen. Bannið stendur því enn en þrír síðustu nágrannaslagir Kaupmannahafnarliðanna hafa farið rólega fram án stuðningsmanna gestaliðsins. 𝐅𝐨𝐫 𝐤𝐥𝐮𝐛𝐛𝐞𝐧 𝐨𝐠 𝐛𝐲𝐞𝐧.#fcklive #sldk pic.twitter.com/isNB2WywVR— F.C. København (@FCKobenhavn) November 22, 2025 Væntanlegur er nýr lagapakki hjá dönsku ríkisstjórninni sem gefur félögum og lögreglu betri skilyrði í baráttunni gegn fótboltabullum. „Það er ekki hægt að spila næsta nágrannaslag fyrr en í fyrsta lagi í úrslitakeppninni, sem hefst í mars, þannig að bakgrunnurinn fyrir tímasetningu ákvörðunarinnar er að á þeim tímapunkti verður nýi lagapakkinn kominn á sinn stað,“ sagði Thomsen. „Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað verður samþykkt á danska þinginu, en við gerum til dæmis ráð fyrir að andlitsgreining verði komin á sinn stað þegar næsti nágrannaslagur verður spilaður árið 2026. Það verður einn af mörgum þáttum í lagapakka sem gerir það að verkum að við stöndum á alveg nýjum grunni,“ sagði Thomsen. Andlitsgreiningin hjálpar lögreglu að finna fótboltabullurnar og koma þeim af svæðinu áður en þær ná að skapa vandræði. Viktor Bjarki Daðason og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í leikmannahóp FCK í leiknum sem hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma.
Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira