Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar