Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2025 10:02 Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar