Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Aron Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 09:01 Guðmundur þjálfaði lið Fredericia með góðum árangri, gerði liðið gildandi í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar og kom því í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögunni. Nú íhugar hann næstu skref á sínum ferli. EPA/Claus Fisker Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson, hleður nú batteríin hér heima á Íslandi og íhugar næstu skref á sínum ferli. Hann lokar ekki á neitt og segir það líka koma til greina að gera eitthvað allt annað en að þjálfa handbolta. Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ Sjá meira
Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ Sjá meira