Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 19:34 Ráðherrar svöruðu spurningum frá fulltrúum barnaþings í dag. vísir/Bjarni Börn sem voru saman komin á barnaþingi í dag hlífðu ráðherrum ekki við krefjandi spurningum. Félagsmálaráðherra hvatti börnin til þess að láta í sér heyra, séu þau ósátt við einkunnir í bókstöfum. „Af hverju notum við einkunnakerfið A,B, C í tíunda bekk í staðinn fyrir að nota tölustafi eins og í menntaskóla og hvernig eiga menntaskólar að velja úr nemendum þegar allir eru til dæmis með B+?“ Þetta var ein fjölmargra spurninga sem þau eitt hundrað og fjörutíu börn sem voru saman komin á barnaþingi í Hörpu í dag báru upp þegar þeim gafst færi á því að spyrja ráðherra út í mál sem á þeim brenna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, svaraði spurningunni og sagði að það væri vilji stjórnvalda að menntaskólar litu ekki einungis til lokaeinkunnar, heldur einnig annarra þátta. Inga Sæland, félagsmálaráðherra greip því næst orðið. „Svo eigið þið náttúrulega bara að mótmæla þessu harkalega ef þið viljið ekki þetta A, B, C, D og segja hingað og ekki lengra, við viljum annað. Þá verður Guðmundur Ingi, barna- og menntamálaráðherra, að stíga sterkur inn og breyta þessu. Þannig ef þið viljið breyta, þá skulið þið bara biðja um það almennilega. Ég er að boða byltingu í A, B, C, D, E, F, G. Ég skil alveg hvað þú ert að meina og tek undir það,“ sagði Inga, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Fyrrnefndur fulltrúi á barnaþingi svaraði ráðherra og sagðist vera að biðja um það núna. „Þetta er allt of lítið samt sem áður. Það verða að vera svona fimm hundruð krakkar fyrir utan menntamálaráðuneytið hjá Gumma og segja ekki A, B, C, D,“ svaraði Inga og hló. Barnamálaráðherra sagðist því næst ætla að skoða málið. Á barnaþingi hafa börnin unnið ýmsar tillögur og ákallið var skýrt; að þeirra skoðanir hafi vægi í ákvarðanatöku. „Því það er ekki nóg bara að hlusta. Þegar skoðunum er ekki framfylgt er enginn tilgangur með því að hlusta,“ sagði einn fulltrúi barnaþings sem fréttastofa ræddi við. Börn og uppeldi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Af hverju notum við einkunnakerfið A,B, C í tíunda bekk í staðinn fyrir að nota tölustafi eins og í menntaskóla og hvernig eiga menntaskólar að velja úr nemendum þegar allir eru til dæmis með B+?“ Þetta var ein fjölmargra spurninga sem þau eitt hundrað og fjörutíu börn sem voru saman komin á barnaþingi í Hörpu í dag báru upp þegar þeim gafst færi á því að spyrja ráðherra út í mál sem á þeim brenna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, svaraði spurningunni og sagði að það væri vilji stjórnvalda að menntaskólar litu ekki einungis til lokaeinkunnar, heldur einnig annarra þátta. Inga Sæland, félagsmálaráðherra greip því næst orðið. „Svo eigið þið náttúrulega bara að mótmæla þessu harkalega ef þið viljið ekki þetta A, B, C, D og segja hingað og ekki lengra, við viljum annað. Þá verður Guðmundur Ingi, barna- og menntamálaráðherra, að stíga sterkur inn og breyta þessu. Þannig ef þið viljið breyta, þá skulið þið bara biðja um það almennilega. Ég er að boða byltingu í A, B, C, D, E, F, G. Ég skil alveg hvað þú ert að meina og tek undir það,“ sagði Inga, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Fyrrnefndur fulltrúi á barnaþingi svaraði ráðherra og sagðist vera að biðja um það núna. „Þetta er allt of lítið samt sem áður. Það verða að vera svona fimm hundruð krakkar fyrir utan menntamálaráðuneytið hjá Gumma og segja ekki A, B, C, D,“ svaraði Inga og hló. Barnamálaráðherra sagðist því næst ætla að skoða málið. Á barnaþingi hafa börnin unnið ýmsar tillögur og ákallið var skýrt; að þeirra skoðanir hafi vægi í ákvarðanatöku. „Því það er ekki nóg bara að hlusta. Þegar skoðunum er ekki framfylgt er enginn tilgangur með því að hlusta,“ sagði einn fulltrúi barnaþings sem fréttastofa ræddi við.
Börn og uppeldi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira