Veður

Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stiHiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig.
Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stiHiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig. Vísir/Vilhelm

Búast má við suðvestlægri eða breyilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu víðast hvar.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir á víð og dreif og slydduél á stöku stað, en slydda eða snjókoma á norðausturhorni landsins fram eftir degi.

Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig, mildast við suður- og vesturstöndina.

„Um helgina er útlitið svipað nema að það kólnar svo úrkoman sem fellur verður á formi élja, en ekki er útlit fyrir mörg né efnismikil él. Frost inn til landsins gæti farið niðurfyrir 12 stig en yfirleitt nálægt frostmarki við ströndina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag: Gengur í sunnan- og suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en þurrt að kalla og kringum frostmark eystra.

Á miðvikudag: Ákveðin norðaustanátt og rigning sunnan jökla, en annars slydda eða snjókoma. Hiti 1 til 6 stig syðra, en við frostmark fyrir norðan.

Á fimmtudag: Útlit fyrir austan og norðaustanátt. Rigning eða slydda á köflum syðst, en él fyrir norðan og austan. Heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×