Lífið

Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars

Lovísa Arnardóttir skrifar
Havoc á tónleikum í Piedmont Park í Atlanta í október á þessu ári.
Havoc á tónleikum í Piedmont Park í Atlanta í október á þessu ári. Vísir/Getty

Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc.

Prodigy lést í júní árið 2017. Með Havoc á tónleikunum í mars koma því fram þeir Big Noyd og Dj L.E.S. Mobb Deep gaf nýlega að gefa út plötuna Infinite sem hefur þegar fengið góða dóma.

Frá því að þeir komu fram á sjónarsviðið með plötunni Juvenile Hell árið 1993 hefur hljómsveitin skapað sér sess sem ein áhrifamesta rödd götuhljómsveitarinnar í New York með plötum á borð við The Infamous, Hell on Earth, Murda Muzik og Infamy.

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenska tónlistarunnendur að upplifa eina áhrifamestu hljómsveit hipphoppsögunnar í nærri þrjá áratugi,“ segir í tilkynningu um tónleikana. 

Þeir eru skipulagðir af fyrirtækinu Liveproject sem er í eigu Benedikts Freys Beneditkssonar og Guðjóns Böðvarssonar. Miðasala hefst föstudaginn 20. nóvember klukkan 12:00 á stubb.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.