Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Brim gaf Viðreisn hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálaflokkum í fyrra. Þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn fékk hann samþykkt hækkun veiðigjalda. Vísir Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins. Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins.
Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira