Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar 18. nóvember 2025 16:03 Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun